Fundur um atvinnutækifæri tengd höfnum

Málsnúmer 201301127

Vakta málsnúmer

Atvinnumálanefnd - 32. fundur - 13.02.2013

Á 28. fundi atvinnumálanefndar 25 september 2012 var eftirfarandi ákveðið í tengslum við ákvörðun um fyrirtækjaþing::
Jafnframt samþykkir nefndin að efna til fundar síðar í vetur um viðskiptatækifæri tengd höfnum í sveitarfélaginu.

Með fundarboði fylgdu minnispunktar er varðar ofangreint.

Til umræðu ofangreint.

Atvinnumálanefnd samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela upplýsingafulltrúa og bæjarstjóra að vinna að undirbúningi fyrir þing um atvinnutækifæri tengd höfnum í samvinnu við atvinnumálanefnd og hafnastjórn.  Atvinnumálanefnd leggur til að þingið verði í maímánuði.

Hafnarstjórn - 36. fundur - 15.02.2013

Á fundi atvinnumálanefndar 25. september 2012 var ákveðið ,,að efna til fundar síðar í vetur um viðskiptatækifæri tengd höfnum í sveitarfélaginu."

Á fundi atvinnumálanefndar 13. febr. 2013 samþykkti nefndin ,,að fela upplýsingafulltrúa og bæjarstjóra að vinna að undirbúningi fyrir þing um atvinnutækifæri tengd höfnum í samvinnu við atvinnumálanefnd og hafnastjórn. Atvinnumálanefnd leggur til að þingið verði í maímánuði."


Hafnastjórn samþykkir að taka þátt í málþingi um viðskiptatækifæri tengd höfnum og að Freyr Antonsson verði fulltrúi hafnastjórnar í undirbúningshópnum.

Veitu- og hafnaráð - 1. fundur - 08.03.2013

Á síðasta fundi hafnastjórnar var samþykkti stjórnin að taka þátt í málþingi um viðskiptatækifæri tengd höfnum og var Freyr Antonsson kjörinn fulltrúi hafnastjórnar í undirbúningshóp ásamt upplýsingafulltrúa og sveitarstjóra.
Kynnt voru frumdrög að dagskrá og áherslum málþingsins.
Veitu- og hafnaráð kom með ábendingar um áherslur og framsögur. Samþykkt að beina því til undirbúningshóps að tímasetning málþingsins verði skoðuð betur m.t.t. atvinnulífsins. Einnig að aðstaða við hafnirnar verði samþætt öllum öðrum viðfangsefnum.

Atvinnumálanefnd - 33. fundur - 13.03.2013

Á fundi atvinnumálanefndar 13. febrúar sl. var samþykkt að fela upplýsingarfulltrúa og bæjarstjóra að vinna að undirbúningi fyrir þing um atvinnutækifæri tengd höfnum í samvinnu við hafnastjórn. Atvinnumálanefnd leggur til að þingið verði í maí. Hafnastjórn ákvað á fundi sínum 15. febr. sl. að Freyr Antonsson yrði fulltrúi hafnastjórnar í undirbúningshópunum.
Fyrir fundinum liggur minnisblað frá undirbúningshópunum frá 7. mars
Samþykkt að þingið verði haldið 6. maí kl. 16:00-19:00. Starfshópi falið að vinna áfram að undirbúningi.

Atvinnumálanefnd - 34. fundur - 11.09.2013

Farið yfir minnisblað sem lá fyrir fundinum varðandi málþing um atvinnutækifæri tengd höfnum. Ákveðið að stefna á að fyrirtækjaþingið í ár verði helgað þessu málefni og að það verði haldið 24. október.