Félagsmálastjóri lagði fram bréf frá 0% hópnum sem er hreyfingin sjálfstætt starfandi félags- og forvarnasamtök sem starfa að innleiðingu hugmynda um vímulausan lífsstíl ungs fólks. 0% er opinn hópur ungs fólks á aldrinum 14-30 ára sem vill lifa lífinu án áfengis og vímuefna og stuðla að heilbrigðu lífi. Þetta er opinn hópur sem allir geta verið með í, svo lengi sem þeir vilja vera edrú. Núna er öflugur hópur starfandi í 0% hreyfingunni og viljum við færa félagsskapinn aftur út á land og skapa aðstæður fyrir ungmenni í ykkar bæjarfélagi til að taka þátt í okkar starfi. Í ykkar samfélagi er grundvöllur fyrir 0% hóp sem svar við ólíkum gylliboðum sem toga ungmenni í átt til neyslu áfengis og vímuefna. Við erum tilbúin til að leggja til stuðning við að stofna slíka hópa í ykkar umhverfi með ykkar aðstoð. Ykkar aðstoð gæti verið falin í að skapa aðstæður fyrir ungmenni til að hittast í nafni 0%, finna tilsjónarmann og styrkja unga leiðbeinendur 18-30 ára til að leiða starfið.