Brúðuleikhús

Málsnúmer 201209011

Vakta málsnúmer

Félagsmálaráð - 162. fundur - 18.09.2012

Lagt var fram bréf frá Velferðarráðuneytinu.
Innanríkisráðuneytið, mennta- og menningarmálaráðuneytið og velferðarráðuneytið hafa gert með sér samkomulag um þriggja ára samstarfsverkefni sem er átak til vitundaravakningar um kynferðislegt ofbeldi gagnvart börnum. Markmið með vitundarvakningunni er að fræða börn og starfsfólk grunnskóla um eðli og afleiðingar kynferðislegs ofbeldis og að allir skólar séu í stakk búnir til að bregðast við ef börn sýna þess merki að hafa orðið fyrir ofbeldi. Boðið verður upp á brúðuleiksýninguna "Krakkar í hverfinu" fyrir 2. bekk allra grunnskóla landsins þeim að kostnaðarlausu.
Félagsmálaráð fagnar átaki Velferðarráðuneytisins um vitundarvakningu um kynferðisofbeldi.