Undir þessum lið kom á fund bæjarráðs Þorsteinn K. Björnsson, sviðstjóri umhverfis- og tæknisviðs.
Á 74. fundi landbúnaðarráðs þann 30. maí 2012 var eftirfarandi bókað:
Viðhald á fjallgirðingum hefur verið vaxandi vandamál og er nú þannig komið að nauðsynlegt er að bregðast við þeirri viðhaldsþörf sem kominn er upp.
Formanni og sviðsstjóra er falið að kanna kostnað vegna viðhalds á girðingum sveitarfélagins.
Sviðstjóri umhverfis- og tæknisviðs gerði grein fyrir ofangreindu og óskar eftir aukafjárveitingu að upphæð kr. 500.000 en samkvæmt fjárhagsáætlun 2012 er gert ráð fyrir kr. 1.670.000 vegna viðhalds á girðingum.
Þorsteinn vék af fundi.