Umhverfisráð - 322, frá 31.05.2019
Málsnúmer 1905016F
Vakta málsnúmer
Til afgreiðslu:
2. liður.
4. liður sér liður á dagskrá.
5. liður sér liður á dagskrá.
13. liður.
-
Umhverfisráð - 322
Umhverfisráð þakkar þeim Júlíusi og Tryggva fyrir umræðuna þar sem fjallað var um löggæslumál,umferðarmál, umhverfismál og öryggismál í tengslumn við Fiskidaginn mikla 2019.
Niðurstaða þessa fundar
Lagt fram til kynningar
Bókun fundar
Lagt fram til kynningar.
-
Umhverfisráð - 322
Júlíus og Tryggvi viku af fundi kl. 09:10
Farið yfir erindið frá Júlíusi frá 2016 og ákveðið að ekki verði hægt að verða við þessari beiðni þar sem ekki er gert ráð fyrir fjármagni í þetta verkefni.
Niðurstaða þessa fundar
Samþykkt
Bókun fundar
Til máls tók:
Guðmundur St. Jónsson, sem gerði grein fyrir vanhæfi sínu hvað þennan lið varðar og vék af fundi vð umfjöllun og afgreiðslu kl. 16:40.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 6 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfisráðs varðandi ósk frá Fiskideginum mikla frá árunum 2016 og 2017 um að Dalvíkurbyggð komi að því að búa til stalla eða sæti í brekkunni neðan við Kaupfélagið, Guðmundur St. Jónsson tekur ekki þátt í atkvæðagreiðslu vegna vanhæfis.
-
Umhverfisráð - 322
Gunnsteinn vék af fundi kl. 09:44
Ráðið þakkar Gunnsteini fyrir yfirferðina og leggur til að breytingar verði gerðar á fyrirliggjandi gögnum samkvæmt afgreiðslu liða 4 og 5.
Niðurstaða þessa fundar
Lagt fram til kynningar
Bókun fundar
Guðmundur St. Jónsson kom inn á fundinn að nýju kl. 16:42.
Lagt fram til kynningar.
-
Umhverfisráð - 322
Eftir fund með formanni sóknarnefndar Dalvíkurprestakalls leggur umhverfisráð til að stækkun á reit Íb-312 til norðurs verði minnkuð til vesturs.
Sviðsstjóra falið að óska eftir breytingum á skipulagsuppdrætti.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.
Niðurstaða þessa fundar
Lagt fram til kynningar
Bókun fundar
Lagt fram til kynningar, er sér liður á dagskrá.
-
Umhverfisráð - 322
Umhverfisráð leggur til að eftirfarandi breytingar verði gerðar á fyrirliggjandi deiliskipulagstillögu.
Lóð 18-22 við Hringtún verði breytt úr R1 í P1 (raðhúsalóð í parhúsalóð).
Lóðir við Skógarhóla verði sameinaðar í eina R1 lóð (raðhúsalóð).
Ráðið felur sviðsstjóra að leggja uppfærð gögn fyrir næsta fund ráðsins.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.
Niðurstaða þessa fundar
Lagt fram til kynningar
Bókun fundar
Lagt fram til kynningar, er sér liður á dagskrá.
-
Umhverfisráð - 322
Samþykkt var að fela skipulagshöfundi að gera breytingar á tillögunni á svæðum í kringum höfnina, tjaldsvæði, tengingu frá íbúðabyggð að hafnarsvæði og afmörkun verbúðalóða og dælustöðvar.
Lagt til að tillagan verði tekin fyrir að nýju á næsta fundi ráðsins.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.
Niðurstaða þessa fundar
Lagt fram til kynningar
Bókun fundar
Lagt fram til kynningar.
-
Umhverfisráð - 322
Lagt fram til kynningar
Niðurstaða þessa fundar
Lagt fram til kynningar
Bókun fundar
Lagt fram til kynningar.
-
Umhverfisráð - 322
Lagt fram til kynningar
Niðurstaða þessa fundar
Lagt fram til kynningar
Bókun fundar
Lagt fram til kynningar.
-
Umhverfisráð - 322
Lagt fram til kynningar
Niðurstaða þessa fundar
Lagt fram til kynningar
Bókun fundar
Lagt fram til kynningar.
-
Umhverfisráð - 322
Umhverfisráð gerir ekki athugasemdir við framlagðan ársreikning og skýrslu stjórnar og fagnar því góða starfi sem unnið er innan Björgunarsveitarinnar Dalvík.
Niðurstaða þessa fundar
Lagt fram til kynningar
Bókun fundar
Lagt fram til kynningar.
-
Umhverfisráð - 322
Umhverfisráð frestar þessum lið og óskar eftir að fá slökkviliðsstjóra á næsta fund ráðsins.
Niðurstaða þessa fundar
Lagt fram til kynningar
Bókun fundar
Lagt fram til kynningar.
-
Umhverfisráð - 322
Ráðið frestar afgreiðslu til næsta fundar.
Niðurstaða þessa fundar
Lagt fram til kynningar
Bókun fundar
Lagt fram til kynningar.
-
Umhverfisráð - 322
Umhverfisráð felur sviðsstjóra að grenndarkynna umsóknina fyrir næstu nágrönnum sem eru:
Karlsbraut 12 og Karlsbraut 18.
Geri nágrannar ekki athugasemdir felur ráðið sviðsstjóra að veita umbeðið leyfi.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.
Niðurstaða þessa fundar
Samþykkt
Bókun fundar
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfisráðs um byggingaleyfi með fyrirvara um grenndarkynningu.
Fleiri tóku ekki til máls um fundargerðina og annað í fundargerðinni þarfnast ekki afgreiðslu sveitarstjórnar, þeir liðir sem ekki þarfnast afgreiðslu eru því lagðir fram til kynningar í sveitarstjórn. Líðir 4 og 5 eru sér liðir á dagskrá.