Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 908, frá 23.05.2019

Málsnúmer 1905014F

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn - 315. fundur - 18.06.2019

Til afgreiðslu:
1. liður a)
3. liður sér liður á dagskrá.
9. liður.
11. liður.
12. liður.
15. liður.
16. liður.
  • Á 907. fundi byggðaráðs þann 16. maí s.l. var eftirfarandi bókað meðal annars:
    "Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að sett verði á laggirnar innkauparáð sem hefði eftirfylgni með innkaupum sveitarfélagsins með það að markmiði að innkaup verði markviss, hagstæð og gerð samkvæmt lögum. Byggðaráð felur sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs að koma með drög að hlutverki innkauparáðsins fyrir næsta fund. "

    Með fundarboði byggðaráðs fylgdi drög sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs að innkaupareglum Dalvíkurbyggðar ásamt tillögu að innkauparáði. Drögin byggja á fyrirmynd af vef Sambands íslenskra sveitarfélaga. Lagt er til að framkvæmdastjórn (sveitarstjóri og sviðsstjórar) skipi innkauparáðið og fjalli um innkaupamál á reglulegum fundum sínum sem eru að jafnaði einu sinnu í viku á mánudagsmorgnum.

    Til umræðu ofangreint.


    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 908 a) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum þá tillögu að framkvæmdastjórn verði innkauparáð Dalvíkurbyggðar.
    b) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa fyrirliggjandi drögum að innkaupareglum til framkvæmdastjórnar til skoðunar.
    Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar a) Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs um innkauparáð.
  • Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs kynnti:
    a) Stöðu bókhalds í samanburði við áætlun, janúar - apríl 2019, með þeim viðaukum sem samþykktir hafa verið það sem af er árs.
    b) Útsvarsgreiðslur janúar - apríl 2019 í samanburði við sama tímabil árið 2018. Hækkun útsvars hjá Dalvíkurbyggð er 3,97% á milli ára, á verðlagi hvors árs fyrir sig, en meðaltals hækkun hjá sveitarfélögum á landinum er 5,53% miðað við útreikninga byggða á upplýsingum af vef Sambands íslenskra sveitarfélaga.
    c) Farið var yfir stöðugildisheimildir janúar - apríl 2019 og launakostnað í samanburði við launaáætlun janúar - apríl 2019.

    Til umræðu ofangreint.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 908 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Tekið fyrir erindi frá skólastjóra Árskógarskóla, dagsett þann 14. maí 2019, þar sem óskað er eftir viðauka við fjárhagsáætlun 2019 að upphæð kr. 3.014.258 vegna veikindalauna, deild 04240. Um er að ræða kostnað vegna tímabundinnar ráðningar, 100% starf, frá júní og til loka árs 2019. Lagt er til að viðaukanum verði mætt með lækkun á handbæru fé.
    Heildarviðaukinn vegna annarra breytinga á launum samkvæmt kjarasamningum er kr. 3.563.277, með vísan í skýringar frá launafulltrúa.

    Til umræðu ofangreint.

    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 908 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda beiðni um viðauka við fjárhagsáætlun deildar 04240 vegna 2019, viðauka nr. 10 /2019, að upphæð kr. 3.563.277 og að honum sé mætt með lækkun á handbæru fé. Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar, er sér liður á dagskrá.
  • Tekið fyrir erindi frá sviðsstjóra félagsmálasviðs, dagsett þann 14. maí 2019, þar sem óskað er eftir viðauka við fjárhagsáætlun 2019:
    a) Óskað er eftir viðauka við lykil 02180-9161, húsaleigubætur 15-17 ára, þannig að heimildin verði kr. 4.087.000 en er kr. 0 á þessum lykli. Bókfærð staða er kr. 1.362.800. Heimild vegna húsaleigubóta er nú kr. 1.500.000 og bókað kr. vegna húsleigubóta 15-17 ára og sérstakra húsaleigubóta kr. 1.773.981.
    b) Óskað er eftir viðauka við laun félagsmálaráðs. Við gerð fjárhagsáætlunar 2019 voru laun vegna formanns félagsmálaráðs ekki rétt skilgreind í þarfagreiningu. Óskað er eftir viðauka að upphæð kr. 127.815 til að leiðrétta áætlunina.


    Til umræðu ofangreint.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 908 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fresta afgreiðslu og fá frá sviðsstjóra félagsmálasviðs rýni á málaflokkinn í heild og hvort hægt sé að mæta þessum viðaukum með því að lækka aðrar deildir innan málaflokksins á móti. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Á 907. fundi byggðaráðs þann 16. maí s.l. var til umfjöllunar tímarammi og auglýsing vegna vinnu við fjárhagsáætlun 2019 og þriggja ára áætlun 2020-2023. Samkvæmt tímarammanum á byggðaráð að fjalla um verkefni, framkvæmdir, áherslur, stefnu, verklag og markmið á tímabilinu 16.05.2019 - 12.09.2019.

    Til umræðu ofangreint.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 908 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • .6 201903080 Trúnaðarmál
    Bókað í trúnaðarmálabók. Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 908
  • Á 906. fundi byggðaráðs þann 9. maí 2019 var eftirfarandi bókað:
    "Tekinn fyrir rafpóstur frá Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu, dagsettur þann 30. apríl 2019, þar sem vakin er athygli á því að Grænbók um stefnu ríkisins í málefnum sveitarfélaga hefur verið lögð fram í samráðsgátt stjórnvalda til umsagnar. Þær umræður og ábendingar sem fram koma í tengslum við umræðuskjalið verða nýttar til að fullvinna drög að tillögu til þingsályktunar um stefnumótandi áætlun í málefnum sveitarfélaga. Hlekkur á grænbók í samráðsgátt stjórnvalda: https://samradsgatt.island.is/oll-mal/$Cases/Details/?id=1375 Frétt um málið: https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2019/04/30/Graenbok-um-stefnu-i-malefnum-sveitarfelaga-birt-i-samradsgatt/?fbclid=IwAR1QShn0V5eSkpA5nVpDogORNc691Nn88xFizfC8f-tSX8ZPQ13Gvu3v4Lw Til umræðu ofangreint.
    Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra og sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs að rýna Grænbókina og leggja fyrir byggðaráð drög að umsögn Dalvíkurbyggðar. "

    Með fundarboði fylgdi umræðupunktar og spurningar (vinnugögn innanhúss) varðandi umfjöllun um ofangreint.


    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 908 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að óska eftir umsögn frá íbúum sveitarfélagsins um Grænbókina með auglýsingu á vefmiðlum sveitarfélagsins. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Með fundarboði byggðaráðs fylgdi stefnumótandi byggðaráætlun ríksstjórnar fyrir árin 2018-2024 með aðgerðaráætlun.

    Til umfjöllunar ofangreint.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 908 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Tekinn fyrir rafpóstur frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dagsettur þann 21. maí 2019, þar sem boðað er til stofnfundar samstarfsvettvangs sveitarfélaga fyrir heimsmarkmiðin og loftlagsmál. Stofnfundurinn verður 19. júní n.k. kl. 13:00 til 14:30 í Reykjavík. Dagskrá fundarins verður ásamt fundarstað kynnt síðar. Fundarþátttaka á skype verður í boði fyrir þá sem vilja. Þau sveitarfélög sem vilja gerast aðilar tilnefna 1-2 tengiliði. Skráningarfrestur fyrir tengiliði og á stofnfundinn er til og með 14. júní n.k.

    Til umræðu ofangreint.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 908 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að Dalvíkurbyggð verði aðili og að sveitarstjóri verði tengiliður Dalvíkurbyggðar. Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Til máls tók:
    Katrín Sigurjónsdóttir.

    Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs um aðild að samstarfsvettvangi sveitarfélaganna fyrir heimsmarkmiðin og loftlagsmál.
  • Tekin fyrir skýrsla sem var unnin fyrir Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið, samanber rafpóstur dagsettur þann 14. maí 2019, þar sem fram kemur að framkvæmd sóknaráætlana landshluta hefur almennt tekist vel frá árinu 2015. Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 908 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Á 907. fundi byggðaráðs þann 16. maí 2019 var eftirfarandi bókað:
    "Tekinn fyrir rafpóstur frá AFE dags 8.maí 2019 þar sem leitað er eftir áhuga sveitarfélagsins á að leggja upplýsingar um iðnaðarlóðir ásamt innviðagreiningu í gagnabanka hjá AFE yfir vænlegar staðsetningar undir orkufreka starfsemi í Eyjafirði en líklegt er að aukin raforka komi inn á Eyjafjarðarsvæðið árið 2022. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sviðsstjóra umhverfis-og tæknisviðs og sviðsstjóra veitu-og hafnasviðs að taka saman lista yfir iðnaðarlóðir í sveitarfélaginu ásamt innviðagreiningu og leggja fyrir byggðaráð á næsta fundi. "

    Með fundarboði byggðaráðs fylgdi tillaga sviðsstjóranna, dagsett þann 21. maí 2019, hvað varðar kortlagningu iðnaðarlóða í Dalvíkurbyggð samkvæmt gildandi Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar. Þrjú svæði koma til greina að þeirra mati; Svæði 649 - I; iðnaðarsvæði á Hrísamóum við Dalvík, svæði 805 - I; svæði ofan Árskógssands; svæði 755-Íb; svæði norðan Hauganess.

    Til umræðu ofangreint.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 908 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda samantekt og leggur til að skýringarmyndir fylgi með til upplýsingar. Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Til máls tóku:
    Katrín Sigurjónsdóttir.
    Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson.

    Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs um samantekt iðnaðarlóða í Dalvíkurbyggð.
  • Tekið fyrir erindi frá Ríkiskaupum, rafbréf dagsett þann 17. maí 2019, þar sem fram kemur að Ríkiskaup eru að undirbúa útboð á raforkukaupum. Að þessu sinni vilja Ríkiskaup bjóða þeim sveitarfélögum sem þess óska og eru aðilar að rammasamningakerfi Ríkiskaupa að taka þátt í útboðinu.Við gerð útboðsins verður tekið tillit til núverandi samninga sveitarfélaga og ákvæða vegna uppsagnarfresta ef til mögulegra aðilaskipta kemur. Þátttaka í útboðinu er núverandi rammasamningsaðilum að kostnaðarlausu. Óski sveitarfélagið eftir að taka þátt í ofangreindu útboði þá er óskað eftir svörum sem fyrst eða fyrir 31. maí.

    Til umræðu ofangreint.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 908 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að Dalvíkurbyggð taki þátt í ofangreindu útboði. Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs hvað varðar aðild að útboði Ríkiskaupa á raforkukaupum.
  • Tekið fyrir erindi frá Jóhannesi Jóni Þórarinssyni, dagsett þann 20. maí 2019, þar sem tilkynnt er að brúin yfir Holá sem liggur að Holárkotsafrétt skemmdist í krapaflóði þann 30. nóvember 2018. Brúin fór af í heilu lagi og flaut um 100 metra með flóðinu. Óskað er eftir fjármagni til að koma brúnni í gagnið aftur, en gera má ráð fyrir að kostnaður sé allt að kr. 340.000 með vinnu og efni. Brúin hefur verið í notkun um síðast liðin 100 ár og þjónar ferðamönnum sem leið eiga að Steinboganum í Skíðadal og eins yfir fjallveg niður í Hörgárdal sem og fjáreigendum í dalnum.

    Til umræðu ofangreint.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 908 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til skoðunar sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Tekið fyrir erindi frá slökkviliðsstjóra Dalvíkurbyggðar, dagsett þann 21. maí 2019, þar sem fram kemur að í gildandi brunavarnaráætlun fyrir Dalvíkurbyggð fyrir árin 2016-2020 er fyrirhugað að endurnýja 64-132 Ford slökkviliðsbifreið liðsins árið 2018, en bifreiðin er 27 ára. Óskað er eftir að í fjárhagsáætlun fyrir árið 2020 verði gert ráð fyrir fjármagni til endurnýjunar á slökkvibíl, ekki liggur fyrir endanlegur kostnaður en kostnaður liggur á verðbilinu 35 -55 m.kr. án vsk.

    Til umræðu ofangreint.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 908 Vísað til gerðar fjárhagsáætlunar 2020-2023. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Tekinn fyrir rafpóstur frá Atvinnuþróunar Eyjafjarðar, dagsettur þann 20. maí 2019, þar sem boðað er til aðalfundar fimmtudaginn 6. júní n.k. kl. 15:00 á Siglufirði.

    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 908 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að sveitarstjóri sæki fundinn fyrir hönd Dalvíkurbyggðar og fari með umboð sveitarfélagsins á fundinum. Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs.
  • Tekið fyrir aðalfundarboð frá Menningarfélaginu Bergi ses, dagsett þann 13. maí 2019, þar sem boðað er til aðalfundar 21. maí n.k. k1. 14:00 í Menningarhúsinu Bergi.

    Til umræðu ofangreint.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 908 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs að sækja fundinn fyrir hönd Dalvíkurbyggðar og fara með umboð sveitarfélagsins á fundinum. Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs.
  • Tekinn fyrir rafpóstur dagsettur þann 20. maí 2019 frá nefndasviði Alþingis þar sem Velferðarnefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um matvæli (sýklalyfjanotkun), 753. mál.
    Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 3. júní nk.

    Til umræðu.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 908 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Tekinn fyrir rafpóstur frá nefndasviði Alþingis þar sem Velferðarnefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á lögum um almannatryggingar, nr. 100/2007 (hækkun lífeyris), 844. mál.- Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 3. júní nk.

    Til umræðu.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 908 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Tekinn fyrir rafpóstur, dagsettur þann 17. maí 2019, frá nefndasviði Alþingis þar sem Velferðarnefnd Alþingis sendir til umsagnar tillögu til þingsályktunar um stöðu barna 10 árum eftir hrun, 256. mál. Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 3. júní nk. á netfangið nefndasvid@althingi.is

    Til umræðu.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 908 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Lagðar fram til kynningar fundargerð stjórnar nr. 219 frá 9. apríl 2019, fundargerð aukaaðalfunar frá 9. apríl 2019 ásamt skýrslu stjórnar. Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 908 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.

    Fleiri tóku ekki til máls um fundargerðina og annað í fundargerðinni þarfnast ekki afgreiðslu sveitarstjórnar. Þeir liðir sem ekki þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar eru því lagðir fram til kynningar í sveitarstjórn. Liður 3 er sér liður á dagskrá.