Ungmennaráð - 21, frá 12.03.2019
Málsnúmer 1903007F
Vakta málsnúmer
-
Ungmennaráð - 21
Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi gerði grein fyrir þeim styrkjum sem mögulegt er að sækja um ef ungmennaráð myndi sækja vinabæjarmótið. Besti möguleiki á að fá styrk er í gegnum Nordplus, en umsóknarfrestur rann út í febrúar og því ekki hægt að sækja um þar fyrir komandi vinabæjarmót. Fræðilega er möguleiki á að setja vinabæjarmótið upp sem ungmennaskipti, en þá þurfa öll löndin í vinabæjarsamstarfinu að koma að verkefninu og heppilegast er að slík umsókn færi fram hjá gestgjafa. Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi þekkir ekki fleiri staði sem hægt væri að sækja um styrki.
Ungmennaráð tekur mjög jákvætt í erindið og telur þetta góðan vettvang til að ræða jafn mikilvægt málefni og umhverfismál. Allir aðalmenn ráðsins eru tilbúnir að gefa kost á sér að fara til Finnlands í sumar ef eftir því verður leitað. Ef aðilar ungmennaráðs fara út á slíkt vinabæjarmót telur ráðið mikilvægt að þeir sem fara, muni miðla af reynslunni til annarra ungmenna.
Niðurstaða þessa fundar
Lagt fram til kynningar
Bókun fundar
Lagt fram til kynningar.
-
Ungmennaráð - 21
Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi kynnti fyrir ráðinu þá vinnu sem farið hefur fram hjá vinnuhópunum. Ekki var farið efnislega yfir þær tillögur sem hafa komið fram. Ungmennaráð óskar eftir því að ef ákveðið verði að gera breytingar sem tengjast börnum og ungmennum að ráðið fái slíkt til umsagnar.
Niðurstaða þessa fundar
Lagt fram til kynningar
Bókun fundar
Lagt fram til kynningar.
-
Ungmennaráð - 21
Ráðið yfirfór reglur um hjólabrautina við Dalvíkurskóla og lagði til nokkrar orðalagsbreytingar á reglunum. Aðeins var samþykkt ein efnisleg breyting, en það var að fækka hámarks fjölda í brautinni úr sex í fjóra.
Niðurstaða þessa fundar
Lagt fram til kynningar
Bókun fundar
Lagt fram til kynningar.
-
Ungmennaráð - 21
Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi gerði grein fyrir því að Vinnuskóli Dalvíkurbyggðar veitir endurgjöf á störf nemenda.
Skýrslan lögð fram til kynningar.
Niðurstaða þessa fundar
Lagt fram til kynningar
Bókun fundar
Lagt fram til kynningar.
Enginn tók til máls um fundargerðina og ekkert í fundargerðinni þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar, eru því allir liðir lagðir fram til kynningar í sveitarstjórn.