Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 898, frá 28.02.2019

Málsnúmer 1902018F

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn - 311. fundur - 19.03.2019

Til afgreiðslu:
2. liður a)
2. liður b) sérliður á dagskrá.
7. liður.
2.10. liður sér liður á dagskrá.

Lagt fram til kynningar.
  • Undir þessum lið vék sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs af fundi vegna vanhæfis við umfjöllun og afgreiðslu, kl. 8:15.

    a) Vörugeymsla Dalvíkurbyggðar við Böggvisstaði (Böggvisstaðaskáli) var auglýstur til sölu samkvæmt ákvörðun sveitarstjórnar. Óskað var eftir tilboðum fyrir 15. febrúar 2019,sjá nánar á heimasíðu sveitarfélagsins;
    https://www.dalvikurbyggd.is/is/frettir/til-solu-vorugeymsla-vid-boggvisstadi

    Eitt tilboð barst í eignina sem er frá Óskari og sonum ehf., kt. 670109-0460, með fyrirvara um skoðun á eigninni.

    b) Til umfjöllunar var einnig rafpóstur frá Unni E. Hafstað Ármannsdóttur, dagsettur þann 13. febrúar 2019, þar sem hún sem íbúi á Böggvisstöðum vill koma á framfæri nokkrum ábendingum í ljósi þess að skálinn er auglýstur til sölu. Óskar Unnur eindregið eftir að drög verði gerð að nýju aðalskipulagi (sem rennur út 2020) og í framhaldinu deiliskipulag fyrir svæðið, áður en skálinn verði seldur og haft samráð við íbúa og eigendur Böggvisstaða, og hugsanlega leigjendur hestahólfa um og umhverfis Böggvisstaði.

    Til umræðu ofangreint.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 898 a)Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fresta erindinu til næsta fundar og fá tæknideild og eignasjóð til að meta stöðuna.

    b)Lagt fram til kynningar.
    Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs kom inn á fundinn að nýju kl. 08:35.

    Tekið fyrir erindi frá stjórn Dalbæjar, dagsett þann 20. febrúar 2019, þar sem fram kemur að Dalbær, heimili aldraðra, sendi inn erindi síðast liðið haust og óskaði eftir styrk frá Dalvíkurbyggð, annars vegar vegna bílakaupa og hins vegar vegna bráðnauðsynlegra endurbóta á nokkrum baðherbergjum á heimilinu. Sveitarstjórn samþykkir í fjárhagsáætlun 2019 6,0 m.kr. styrk vegna kaupa á nýrri bifreið. Nú liggur fyrir samþykkt tilboð að upphæð kr. 12.791.950 frá Tréverki ehf. í framkvæmdir við umrædd baðherbergi. Ætlunin er að senda inn umsókn í Framkvæmdasjóð aldraða fyrir 11. mars n.k. vegna þessara framkvæmda en metnar eru ekki miklar líkur á að framlag komi úr sjóðnum. Stjórn Dalbæjar óskar eftir 7 m.kr. styrk frá Dalvíkurbyggð vegna þessara endurbóta.

    Til umræðu ofangreint.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 898 a) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreint erindi um styrk að upphæð kr. 7.000.000 vegna framkvæmda við baðherbergi.
    b) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum viðauka nr. 7/ 2019 að upphæð kr. 7.000.000 við deild 02400 og að honum sé mætt með lækkun á handbæru fé. Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar.
    Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Til máls tók:

    Katrín Sigurjónsdóttir.


    a) Sveitarstjórn samþykkir með 6 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs, Þórhalla Karlsdóttir situr hjá.

    b) Lagt fram til kynningar, er sér liður á dagskrá.
  • Á 234. fundi fræðsluráðs þann 20. febrúar 2019 var eftirfarandi bókað:
    "Katrín Sigurjónsdóttir, sveitarstjóri kynnti stöðu samnings um skólaakstur. Unnið hefur verið eftir samningi um skólaakstur 2017-2020 en eftir er að ganga frá samningnum og viðauka með formlegum hætti. Farið yfir samninginn og viðauka.
    Fræðsluráð samþykkir að fela sveitarstjóra að uppfæra samninginn og viðauka samkvæmt ábendingum sem fram komu á fundinum. Fræðsluráð samþykkir að skoðað verði að nýta ákvæði í útboði og samningi um framlengingu á samningnum til tveggja ára þannig að samningurinn gildi út árið 2022. Fræðsluráð vísar samningnum með áorðnum breytingum til umræðu í byggðaráði og til sveitarstjórnar til afgreiðslu."

    Til umræðu ofangreint.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 898 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra að gera tillögu að breytingum á samningum hvað varðar gildistíma um framlengingu eitt ár í senn, en að hámarki í tvö ár, og setja inn uppsagnarákvæði. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Á 895. fundi byggðaráðs þann 7. febrúar 2019 var eftirfarandi bókað:
    " Á 886. fundi byggðaráðs þann 8. nóvember 2018 var samþykkt að stefnt yrði að íbúafundi í febrúar 2019 um framtíð Gamla skóla. Sveitarstjóri fór yfir minnisblað er varðar fyrirkomulag íbúafundarins sem og tíma- og dagssetningu. Til umræðu ofangreint.
    Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fundurinn verði haldinn fimmtudaginn 21. febrúar n.k. kl. 17:00 og felur sveitarstjóra að vinna áfram að undirbúningi fundarins í samræmi við minnisblaðið."

    Á fundi sveitarstjórnar þann 19. febrúar s.l. var ákveðið að fundurinn færi fram fimmtudaginn 28. febrúar n.k., það er að segja í dag kl. 17:00.

    Með fundarboði byggðaráðs fylgdi minnisblað sveitarstjóra hvað varðar vinnuhópa á íbúafundinum.

    Til umræðu ofangreint.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 898 Lsgt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs kynnti:
    a) Bókfærða stöðu 2018 í samanburði við heimildir í fjárhagsáætlun 2018 með viðaukum.
    b) Bókfærða stöðu janúar 2019 í samanburði við heimildir í fjárhagsáætlun 2019.
    c) Fjárfestingar málaflokka 32, 42, 44, 48 og 74, bókfært 2018 í samanburði við áætlun.
    d) Yfirlit yfir stöðugildi vs. stöðugildisheimildir fyrir árið 2018 og vegna janúar 2019.
    e) Yfirlit yfir launakostnað vs. heimildir í áætlun fyrir árið 2018 og vegna janúar 2019.

    Til umræðu ofangreint.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 898 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Gunnþór Eyfjörð vék af fundi kl. 09:36 til annarra starfa.

    Tekið fyrir bréf frá Jukka-pekka Ujula, borgarstjóra í Borgå í Finnlandi. Boðið er til vinabæjarmóts í Borgå dagana 26.-28.06.2019. Reiknað er með 2-6 þátttakendum og 2-6 ungmennum frá hverjum vinabæ. Skila skal þátttökutilkynningu fyrir 14.apríl 2019.

    Til umræðu ofangreint.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 898 a)Byggðaráð óskar eftir upplýsingum og samantekt frá síðasta vinabæjamóti.
    b) Byggðaráð vísar ofangreindu máli til íþrótta- og æskulýðsfulltrúa og ungmennaráðs til umsagnar.
    Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Tekið fyrir erindi frá Sýslumanninum á Norðurlandi eystra, rafpóstur dagsettur þann 21. febrúar 2019, þar sem óskað er umsagnar um tækifærisleyfi fyrir Kjartan Snæ Árnason, kt. 150998-3449, vegna dansleikjar í Höfða 23. mars n.k.

    Fyrir liggja jákvæðar umsagnir frá byggingafulltrúa og slökkviliðsstjóra.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 898 Byggðaráð gerir ekki athugasemdir við leyfisveitinguna. Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs.
  • .8 201902139 Trúnaðarmál
    Bókað í trúnaðarmálabók. Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 898
  • Lögð fram til kynningar fundargerð stjórnar Eyþings nr. 317 frá 15. febrúar 2019. Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 898 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Á 893. fundi byggðaráðs þann 17. janúar 2019 var meðal annars eftirfarandi bókað hvað varðar starf sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs:
    "Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að starfið verði auglýst laust til umsóknar og samþykkir jafnframt að leita til Capacent hvað varðar aðstoð við ráðningarferlið. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela ráðningarnefnd að yfirfara starfslýsingu fyrir starfið og gera tillögu að auglýsingu um starfið."

    Sveitarstjóri og Guðmundur St. Jónsson, aðalmaður í byggðaráði og sveitarstjórn, unnu að úrvinnslu og sátu viðtöl í ráðningarferlinu.

    Katrín og Guðmundur leggja til að Gísli Bjarnason verði ráðinn í starf sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs Dalvíkurbyggðar.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 898 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum að leggja til við sveitarstjórn að Gísli Bjarnason verði ráðinn í starf sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs Dalvíkurbyggðar.

    Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lsgt fram til kynningar, er sér liður á dagskrá.

    Fleiri tóku ekki til máls um fundargerðina og annað í fundargerðinni þarfnast ekki afgreiðslu sveitarstjórnar, eru því þeir liðir lagðir fram til kynningar í sveitarstjórn. Liðir 2b og 10 eru sér liðir á dagskrá.