Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 886, frá 08.11.2018

Málsnúmer 1811003F

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn - 307. fundur - 20.11.2018

Til afgreiðslu:
1. liður- sérliður á dagskrá.
9. liður.
  • Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs frá Félagi eldri borgara í Dalvíkurbyggð Kolbrún Pálsdóttir, formaður, og Þorgerður Sveinbjarnardóttir, og Eyrún Rafnsdóttir, sviðsstjóri félagsmálasviðs, kl. 13:00.

    Samkvæmt samkomulagi við Félag eldri borgara frá 23. mars 2017 er gert ráð fyrir að minnsta kosti 2 fundum byggðaráðs á ári með Öldungaráði Félags eldri borgara og sviðsstjóra félagsmálasviðs.

    Samkvæmt nýjum lögum og breyttum lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga sem tóku gildi 1. október s.l. þá er meðal nýmæla að öldungaráð taki við því hlutverki sem þjónustuhópum aldraða hefur fram til þessa verið falið að sinna. Með fundarboði byggðaráðs fylgdu upplýsingar frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dagsettar þann 19. júní 2018 og 5. nóvember 2018, er varða staðsetningu og fyrirkomulag Öldungaráðs í stjórnsýslu sveitarfélaga.

    Til umræðu ofangreint sem og meðal annars bílastæðamál, samþætting þjónustu félagsþjónustu, Dalbæjar og HSN,kynning á heimilisþjónustu, upplýsingatækni, fleiri bekki úti, möguleika á akstursþjónustu, bílastæðamál við Berg, Heilsueflandi samfélag,húsnæðismál.

    Kolbrún og Þorgerður viku af fundi kl. 14:26.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 886 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að óska eftir tilnefningum á þremur fulltrúum í Öldungaráð frá vettvangi eldri borgara og einum fulltrúa frá Heilsugæslunni. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Undir þessum lið sat áfram fundinn Eyrún Rafnsdóttir, sviðsstjóri félagamálasviðs, sem er einn af 3 fulltrúum Dalvíkurbyggðar í vinnuhópi um gerð Málstefnu fyrir sveitarfélagið skv. sveitarstjórnarlögum.

    Á 858. fundi byggðaráðs þann 1. mars 2018 var eftirfarandi bókað:
    "Á 855. fundi byggðaráðs þann 8. febrúar 2018 var m.a. eftirfarandi bókað: "Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að óska eftir tilnefningum í 3 manna vinnuhóp sem hér segir: 1 frá grunnskóla 1 frá leikskóla 1 frá félagsmálasviði" Fyrir liggja tilnefningar í vinnuhópinn: Elsa Austfjörð frá Dalvíkurskóla. Eyrún Rafnsdóttir frá félagsmálasviði. Guðrún Halldóra Jóhannsdóttir frá Krílakoti. Með fundarboði byggðaráðs liggja fyrir drög að erindisbréfi fyrir vinnuhópinn. Til umræðu ofangreint.
    Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum ofangreinda tillögu að vinnuhópi og felur sviðsstjóra félagsmálasviðs að boða til fyrsta fundar. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum drög að erindisbréfi en felur vinnuhópnum að leggja til áætluð skil."

    Með fundarboði byggðaráðs fylgdi tillaga vinnuhópsins að Málstefnu fyrir Dalvíkurbyggð.

    Til umræðu ofangreint.

    Eyrún vék af fundi kl. 14:49.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 886 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindum drögum til umsagnar stjórnenda og að stefnan verði tekin til umfjöllunar á fundi stjórnenda þann 20. nóvember n.k. Einnig að óskað verði eftir umsögn upplýsingafulltrúa og tölvuumsjónarmanns. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Á 884. fundi byggðaráðs þann 18. október 2018 var eftirfarandi bókað:
    "Á 79. fundi veitu- og hafnaráðs þann 17.10.2018 var eftirfarandi bókað: "Síðla sumars 2014 ákvað sveitarstjórn Dalvíkurbyggðar að láta vinna úttekt á möguleikum til virkjunar vatnsfalla í sveitarfélaginu. Tilgangurinn var að gera grófa könnun á hvaða möguleikar væru á smávirkjunum af ýmsum stærðum, ekki síst virkjunum sem gætu selt rafmagn inn á dreifikerfið og stuðlað að atvinnuuppbyggingu í sveitarfélaginu. Ekki væri verra ef sveitarfélagið væri sjálfu sér nægt um rafmagn. Samið var við Mannvit hf um þetta verkefni í ágústmánuði 2014. Í framhaldi lét Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar vinna aðra skýrslu sem bar heitið "Úttekt á smávirkjanakostum í Eyjafirði". Báðar þessar skýrslur eru fylgiskjöl með þessu máli. Áhugi hefur verið á því að taka þetta mál lengra því er þetta mál tekið upp hér. Veitu- og hafnaráð samþykkir samhljóða með fimm atkvæðum að leggja til við byggðarráð að það bæti kr. 2.500.000,- við ramma Hitaveitu Dalvíkur og upphæðin verður færð á málaflokk 4741, lykil 4320, þar hefur þetta verkefni verið hýst." Til umræðu ofangreint. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sviðsstjóra veitu- og hafnasviðs að finna svigrúm innan fjárhagsramma 2019 vegna þessa verkefnis og skila nýrri vinnubók/um til sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs."

    Upplýst var á fundinum að samkvæmt rafpósti frá sviðsstjóra veitu- og hafnasviðs þann 29. október 2018 er gerð sú tillaga að breytingu að liður 47320-4630 er lækkaður um kr. 1.250.000 og sú upphæð færð á 47410-4320; Smávirkjanir.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 886 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda tillögu, vísað til gerðar fjárhagsáætlunar 2019. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Á 883. fundi byggðaráðs þann 17. október s.l. var til umfjöllunar niðurstöður úr könnun um framtíð Gamla skóla og var upplýsingafulltrúa falið að birta helstu niðurstöður á heimasíðu Dalvíkurbyggðar og voru þær birtar 19. október síðast liðinn, sjá nánar;
    https://www.dalvikurbyggd.is/is/frettir/category/1/nidurstodur-konnunar-um-framtidarhlutverk-gamla-skola

    Sveitarstjóri gerði grein fyrir fyrirspurn sinni til fjármála- og efnahagsráðuneytis er varðar eignarhald á byggingum en ekki liggja fyrir svör frá ráðuneytinu.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 886 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að stefnt verði að íbúafundi í febrúar 2019. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Á 839. fundi byggðaráðs þann 12. október 2017 var eftirfarandi bókað:
    "Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs Jóhann Antonsson og Hlynur Sigurveinsson, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs, kl. 12:30. Á 833. fundi byggðaráðs þann 7. september 2017 var eftirfarandi bókað í tengslum við vinnu við fjárhagsáætlun 2018: " Á 823. fundi byggðaráðs þann 1. júní 2017 var eftirfarandi bókað: Á 822. fundi byggðaráðs þann 18. maí 2017 var eftirfarandi bókað: Á 821. fundi byggðaráðs þann 11. maí 2017 var m.a. eftirfarandi bókað: Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að ráðið muni koma með tillögu að fulltrúum í ritnefnd um sjávarútvegssögu Dalvíkurbyggðar fyrir mánaðarmótin maí / júní 2017. Til umræðu ofangreint. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela upplýsingafulltrúa að koma með fyrirmynd að erindisbréfi fyrir væntanlega ritnefnd. Með fundarboði byggðaráðs fylgdu drög að erindisbréfi fyrir ritnefndina. Til umræðu ofangreint. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fá Jóhann Antonsson og menningaráð á fund byggðaráðs til að fara yfir ofangreint verkefni. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að óska eftir að fá Jóhann Antonsson á fund byggðaráðs við fyrsta tækifæri." Jóhann vék af fundi kl. 13:00.
    Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra að vinna áfram að málinu í samræmi við umræður á fundinum."
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 886 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs að kanna möguleika á styrkjum til þess að vinna og safna saman heimildum um sögu sjávarútvegs í Dalvíkurbyggð, bæði skriflegar og munnlegar heimildir. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Á 306. fundi sveitarstjórnar þann 30. október s.l. var tillaga að fjárhagsáætlun Dalvíkurbyggðar 2019 og þriggja ára áætlun 2020-2022 tekin til fyrri umræðu í sveitarstjórn og samþykkti samhljóða með 7 atkvæðum að vísa áætluninni til byggðaráðs á milli umræðna í sveitarstjórn.

    Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs upplýsti að 2. nóvember s.l. barst uppfært minnisblað frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga um forsendur fyrir vinnslu fjárheimilda ársins 2019 og fjárhagsáætlana til þriggja ára. Þar kemur fram meðal annars að áætluð verðbólga ársins 2019 er nú 3,6% samkvæmt Þjóðhagsspá í stað 2,9%.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 886 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að breyta verðbólguspá í fjárhagsáætlunarlíkani í samræmi við nýja Þjóðhagsspá.
    Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að óska eftir að sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs og skólastjóri Dalvíkurskóla komi á fund byggðaráðs vegna hönnunar á skólalóð Dalvíkurskóla.
    Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Tekið fyrir erindi frá stjórn Eyþings, rafpóstur dagsettur þann 29. október 2018, þar sem fram kemur að samantekt Alta frá aðalfundi Eyþings er vísað til sveitarfélaga og fundar fulltrúaráðs sem og óskað er eftir að sveitarfélögin á Eyþingssvæðinu taki til umræðu hvert á að vera framtíðarhlutverk landshlutasamtaka og að hugmyndir sem fram koma þar verði lagðar fram til umræðu á fulltrúaráðsfundinum 23. nóvember n.k.

    Til umræðu ofangreint.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 886 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • .8 201802067 Fundargerðir 2018
    Með fundarboði byggðaráðs fylgdu fundargerði stjórnar Eyþings nr. 312 og 313. Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 886 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Tekið fyrir afrit bréfs sent frá Samgöngufélaginu til Húnavatnshrepps, Blönduósbæjar, Sveitarfélagsins Skagafjarðar og Akrahrepps, dagsett þann 23. október 2018, varðandi umsögn félagsins um tillögu að samgönguáætlun 2019-2033.

    Á fundinum var kynnt bókun stjórnar Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra, samanber afrit af bréfi til Samgöngufélagsins dagsett þann 7. nóvember síðastliðinn.

    Á fundi umhverfisráðs Dalvíkurbyggðar þann 7.11.2018 var ofangreint lagt fram til kynningar.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 886 Byggðaráð tekur undir sjónarmið Samgöngufélagsins sem fram koma í erindi þess hvað varðar styttingu leiða á Þjóðvegi 1. Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum að taka undir ofangreinda bókun byggðaráðs og tekur undir sjónarmið Samgöngufélagsins sem fram koma í erindi þess hvað varðar styttingu leiða á Þjóðvegi 1.
  • Tekinn fyrir rafpóstur frá nefndasviði Alþingis, dagsettur þann 25. október síðastliðinn, þar sem sent er til umsagnar frumvarp til laga um skráningu og mat fasteigna (ákvörðun matsverðs), 212. mál.

    Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 8. nóvember næstkomandi.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 886 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Tekinn fyrir rafpóstur frá nefndasviði Alþingis, dagsettur þann 25. október 2018, þar sem sent er til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum vegna afnáms um uppreist æru, 222. mál.

    Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 15. nóvember næstkomandi.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 886 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Tekinn fyrir rafpóstur dagsettur þann 29. október síðastliðinn frá nefndasviði Alþingis þar sem sent er til umsagnar tillaga til þingsályktunar um mótun eigendastefnu ríkisins með sérstöku tilliti til bújarða, 20. mál.

    Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 12. nóvember næstkomandi.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 886 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • .13 201811021 Trúnaðarmál
    Bókað í trúnaðarmálabók. Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 886 Bókun fundar Enginn tók til máls um fundargerðina og annað í fundargerðinni þarfnast ekki afgreiðslu sveitarstjórnar, þeir liðir sem ekki þarfnast afgreiðslu eru því lagðir fram til kynningar í sveitarstjórn.