Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 876, frá 06.09.2018

Málsnúmer 1809001F

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn - 305. fundur - 18.09.2018

Til afgreiðslu:
Liður 22, a) og b)
Liðir 23, 24 og 25 sér liðir á dagskrá
  • Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Hlynur Sigursveinsson, sviðstjóri fræðslu- og menningarsviðs, kl. 8:15.

    Með fundarboði byggðaráðs fylgdi tilboð frá Bakkabjörg ehf. í rekstur á Rimum, dagsett þann 20. september 2018 fyrir tímabilið 2018 - 2028. Eitt tilboð barst en auglýst var eftir tilboðum í reksturinn; sjá nánar á vef Dalvíkurbyggðar https://www.dalvikurbyggd.is/is/frettir/category/1/dalvikurbyggd-auglysir-eftir-rekstraradila-a-felagsheimilinu-rimum-og-adliggjandi-tjaldsvaedi


    Tilboð Bakkabjargar ehf. hljóðar upp á kr. 60.000 á mánuði yfir sumarmánuðina júní, júlí, ágúst og september, auk þess myndi félagið greiða hita og rafmagn.

    Aðra mánuði ársins myndi Bakkabjörg ehf. greiða allan rekstrarkostnað af húsnæðinu og annast húsvörslu á húsnæðinu. Undanskilið er þó snjómokstur yfir vetrarmánuðina fyrir viðburði og uppákomur sem tengjast félags-, menninga- og íþróttastarfi íbúa í Dalvíkurbyggð.

    Til umræðu ofangreint.

    Hlynur vék af fundi kl. 08:36.

    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 876 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sviðstjóra fræðslu- og menningarsviðs að gera drög að leigusamningi við Bakkabjörg ehf. á grundvelli ofangreinds tilboðs og leggja fyrir byggðaráð. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • a) Tekið fyrir erindi frá hjúkrunarframkvæmdastjóra Dalbæjar fyrir hönd stjórnar, dagsett þann 3. september 2018, þar sem óskað er eftir styrk frá Dalvíkurbyggð til endurnýjunar á bifreið Dalbæjar, með vísan í það að bifreiðin nýtist ekki eingöngu íbúum Dalbæjar heldur fleiri íbúum byggðarlagsins.

    b) Tekið fyrir erindi frá hjúkrunarframkvæmdastjóra Dalbæjar fyrir hönd stjórnar, dagsett þann 3. septmeber 2018, þar sem óskað er eftir styrk frá Dalvíkurbyggð til endurbóta á salernisaðstöðu á Dalbæ. Um er að ræða 3 snyrtingar. Kostnaðaráætlun og tilboð liggur ekki fyrir en verður sent til Dalvíkurbyggðar um leið og þau gögn liggja fyrir.

    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 876 a) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa erindinu til umfjöllunar félagsmálaráðs og byggðaráð óskar eftir að fá rökstudda tillögu ráðsins að afgreiðslu.
    b) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa erindinu til Eignasjóðs til umfjöllunar og skoðunar og byggðaráð óskar eftir að fá rökstudda tillögu Eignasjóðs að afgreiðslu. Byggðaráð samþykkir einnig samhljóða með 3 atkvæðum að vísa erindinu til umfjöllunar félagsmálaráðs og óskar jafnframt eftir að fá rökstudda tillögu ráðsins að afgreiðslu.
    Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Á 839. fundi byggðaráðs þann 12. október 2017 var eftirfarandi bókað:
    "Undir þessum lið vék Bjarni Th. Bjarnason af fundi vegna vanhæfis kl. 14:06. Tekið fyrir erindi frá forstöðumanni bóka- og héraðasskjalasafns, ódagsett en móttekið þann 25. september 2017 í rafpósti, þar sem óskað er eftir fjárveitingu til kaupa á verkinu 2,34 eftir listamanninn Guðlaug Arason (GARASON). Óskað hefur verið eftir tilboði frá listamanninum og fylgir það með orðrétt. Í söfnunar- og útlánastefnu Listaverkasafns Dalvíkurbyggðar kemur m.a. fram: "Stefnt er að því, ef fjárhagur leyfir, að kaupa myndverk eftir listamenn sem búsettir eru í sveitafélaginu, þegar þeir halda sína aðra sýningu, hafi sveitafélagið ekki eignast verk eftir öðrum leiðum. Taka þarf sérstaka ákvörðun um önnur form listaverka“. Með vísan í þessa klausu er hér óskað eftir sérstakri ákvörðun um kaup á listaverki sem sennilega myndi flokkast sem annað form listaverka. Verðið á verkinu er 1,3 m.kr. og óskað er eftir kr. 900.000 aukafjárveitingu að upphæð kr. 900.000 við fjárhagsramma 2018 til kaupa á listaverkinu.
    Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til gerðar fjárhagsáætlunar 2019 og felur forstöðumanni bóka- og héraðsskjalasafns að kanna möguleika á styrkjum til að auka líkur á að sveitarfélagið geti eignast þetta verk, sbr. tilboð og tillögur frá listamanninum."
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 876 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til umfjöllunar menningarráðs og óskar eftir rökstuddri tillögu að afgreiðslu. Byggðaráð óskar jafnframt eftir að menningarráð komi með tillögu að stefnu um kaup og viðhald listaverka. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Á 871. fundi byggðaráðs þann 12. júlí 2018 var meðal annars eftirfarandi bókað:
    "Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs Gísli Rúnar Gylfason, íþrótta- og æskulýðsfulltrúi, og Hlynur Sigursveinsson, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs, kl. 13:00. Á 100. fundi íþrótta- og æskulýðsráðs þann 15. maí 2018 var eftirfarandi bókað: "Tekin fyrir greinagerð frá Skíðafélagi Dalvíkur varðandi endurnýjun á troðara félagsins og uppbyggingu geymsluhúsnæði félagsins. Íþrótta- og æskulýðsráð telur þá leið að endurnýja dælur ofl. (leið 2 í greinagerð) sé vænlegasti kosturinn. Þetta gefur troðaranum nokkur ár til viðbótar. Í framhaldi verði svo gerð tímaáætlun um endurnýjun á troðaranum. Ráðinu lýst vel á áætlanir skíðafélagsins um framtíðaruppbygingu geymsluhúsnæðis félagsins og vísar því til gerðar starfs- og fjárhagsáætlunarvinnu næsta haust." Með fundarboði byggðaráðs fylgdi einnig erindi frá Skíðafélagi Dalvíkur, dagsett þann 10. maí 2018, sem var sent til íþrótta- og æskulýðsráðs í framhaldi af fundi með íþrótta- og æskulýðsfulltrúa og sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs þann 13. apríl s.l. Fram kemur að leið 2 sem íþrótta- og æskulýðsráð lagði til vegna viðhalds á snjótroðara er áætlað að kosti kr. 4.774.879 og er innifalið 3 nýjar aðaldælur, ný fæði og drifdæla, milligírar yfirfarnir og vinna við dæluskiptin. Til umræðu ofangreint.
    a) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa tillögu íþrótta- og æskulýðsráðs hvað varðar leið 2 í greinargerð Skíðafélags Dalvíkur til gerðar fjárhagsáætlunar 2019. Að sama skapi samþykkir byggðaráð samhljóða með 3 atkvæðum að vísa áætlunum Skíðafélags Dalvíkur um framtíðaruppbyggingu geymsluhúsnæðis til gerðar fjárhagsáætlunar 2019. b)Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að Skíðafélag Dalvíkur fái Hreiður allt til afnota nú þegar, sbr. erindi frá félaginu 21. febrúar 2018."
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 876 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til íþrótta- og æskulýðsráðs til frekari útfærslu hvað varðar áætlanir Skíðafélags Dalvíkur um framtíðaruppbyggingu geymsluhúsnæðis og óskar eftir rökstuddri tillögu ráðins.

    Hvað varðar viðhald á snjótroðara þá samþykkir byggðaráð samhljóða með 3 atkvæðum að vísa þeim lið til sviðstjóra fræðslu- og menningarsviðs og íþrótta- og æskulýðsfulltrúa í tengslum við gerð starfs- og fjárhagsáætlunar 2019.
    Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Á 871. fundi byggðaráðs þann 12. júlí 2018 var meðal annars eftirfarandi bókað:
    "Á 100. fundi íþrótta- og æskulýðsráðs þann 15. maí 2018 var eftirfarandi bókað: "Íþrótta- og æskulýðsráð tekur undir með ungmennaráði og telur mikilvægt að skoðað verði frá grunni með hvaða hætti starfsemi Víkurrastar og þar með félagsmiðstöðvar verði til framtíðar. Það eru miklir möguleikar í alhliða frístundahúsi í Víkurröst. Ráðið telur mikilvægt að þetta verði unnið áfram í samráði við ungmennaráð og sett í farveg þannig að í haust verði búið að móta stefnu um það með hvaða hætti starfsemi Víkurrastar verði háttað." Með fundarboði byggðaráðs fylgdi samantekt íþrótta- og æskulýðsfulltrúa, dagsett þann 2. júlí 2018, á starfi forstöðumanns Víkurrastar og núverandi stöðu íþrótta- og æskulýðsfulltrúa og nær yfir stöðu mála áður og eftir að starf forstöðumanns félagsmiðstöðar var lagt niður. Til umræðu ofangreint. Gísli Rúnar vék af fundi kl. 14:14
    Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu til gerðar fjárhagsáætlunar 2019."

    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 876 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu máli til ráðningarnefndar sveitarfélagsins sem vinni málið áfram með sviðstjóra fræðslu- og menningarsviðs, íþrótta- og æskulýðsfulltrúa sem og öðrum starfsmönnum eftir því sem þarf og leggi fyrir byggðaráð tillögu til umfjöllunar og afgreiðslu. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Á 873. fundi byggðaráðs þann 9. ágúst 2018 var til umfjöllunar minnisblað frá forsvarsmönnum UMFS sem mátu það mikla fjárhagslega áhættu að hefja verk við nýjan gervigrasvöll áður en ljóst er hvort að frumvarp til laga um endurgreiðslur til félagasamtaka til almannaheilla vegna mannvirkjagerðar og annarra framkvæmda nái fram að ganga. Byggðaráð samþykkti samhljóða með 3 atkvæðum að gerður verði viðauki nr.18 til lækkunar á heildarframlagi til framkvæmda UMFS vegna gervigrasvallar á árinu 2018 upp á 30 milljónir króna og til hækkunar á handbæru fé. Byggðaráð samþykkti samhljóða með 3 atkvæðum að vísa heildarfjárfestingu vegna framkvæmda gervigrasvallar UMFS til gerðar fjárhagsáætlunar 2019. Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 876 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til gerðar fjárhagsáætlunar 2019. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Tekið fyrir erindi frá Hollvinafélagi Sundskála Svarfdæla, dagsett þann 29. ágúst 2018, þar sem fram kemur að það er vilji félagsins að koma fyrir gömlu pottunum sem félaginu áskotnaðist frá Sundlaug Dalvíkur í sumar niður við Sundskála Svarfdæla. Efniskostnaður er áætlaður kr. 500.000 og óskar félagið eftir styrk frá Dalvíkurbyggð vegna efniskostnaðar en félagið lýsir sig reiðubúið að leggja fram alla vinnu við niðursetningu pottanna og frágang. Ennfremur er bent á viðhaldsþörf hússins, að gera þurfi könnun á ástandi lagnarinnar ofan úr borholu og niður í skála. Stjórn félagsins er reiðubúin að mæta á fund byggðaráðs og ræða framtíð og hin margvíslegu og spennandi tækifæri sem felast í Sundskála Svarfdæla. Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 876 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til starfsmanna Eignasjóðs og óskar eftir rökstuddri tillögu að afgreiðslu.
    Byggðaráð óskar eftir að fá stjórn Hollvinafélags Sundskála Svarfdæla á fund með vísan í ofangreint erindi.
    Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Tekið fyrir erindi frá Hestamannafélaginu Hringi, rafbréf dagsett þann 3. september 2018, þar sem óskað er eftir styrk frá Dalvíkurbyggð til reiðvegagerðar. Fram kemur að félagið áformar að sækjast eftir að fá styrk frá Reiðvegasjóði Vegagerðarinnar og LH á bilinu kr. 1.500.000 - kr. 2.500.000 og óskar eftir að sveitarfélagið leggi félaginu til krónu á móti krónu. Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 876 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til íþrótta- og æskulýðsráðs til umfjöllunar og óskar eftir rökstuddri tillögu að afgreiðslu. Byggðaráð óskar einnig eftir að sviðstjóri fræðslu- og menningarsviðs og íþrótta- og æskulýðsfulltrúi kanni hvernig áform félagsins um reiðvegagerð falli að skipulagsmálum sveitarfélagsins. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Tekið fyrir erindi frá íbúum Túnahverfis með undirskriftarlista, dagsett þann 30. ágúst 2018, þar sem vísað er til fyrri erinda sem og fram koma ýmsar tillögur íbúanna er varðar frágang á opnu svæði, frágang á gangstéttum og stígum, gerð göngustíga, ýmis frágangur við lóðir og snjómokstur.

    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 876 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til umhverfisráðs og óskað er eftir rökstuddri tillögu ráðsins að afgreiðslu. Byggðaráð leggur ríka áherslu á að erindi/erindum íbúanna sé svarað þannig að ljóst liggi fyrir hver áform sveitarfélagsins eru á árinu 2019 og næstu árum. Einnig hvort gert hafi verið ráð fyrir að ráðast í einhverjar framkvæmdir á árinu 2018. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Tekið fyrir erindi frá Hafþóri Gunnarssyni, rafbréf dagsett þann 2. september 2018, þar sem fyrri erindi Hafþórs eru ítrekuð hvað varðar frágang og umhirðu á aðliggjandi svæðum er liggja að lóðinni við Hringtún 21. Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 876 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til umhverfisráðs til umfjöllunar og að rökstudd tillaga að afgreiðslu verði lögð fyrir byggðaráð. Byggðaráð leggur ríka áherslu á að bréfritari fá skilmerkileg svör við erindi sínu þannig að ljóst liggi fyrir hver eru áform sveitarfélagsins í þessum málum. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • a) Tekið fyrir erindi frá Íbúaráði Árskógssandi, dagsett þann 3. september 2018, þar sem fram koma áherslur Íbúaráðsins í 10 liðum í tengslum við veitur og hafnir.
    b) Tekið fyrir erindi frá Íbúaráði Árskógssandi, dagsett þann 3. september 2018, þar sem fram koma áherslur Íbúaráðsins í 8 liðum í tengslum við umhverfismál.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 876 a) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa erindinu til veitu- og hafnaráðs og óskar eftir rökstuddum tillögum að afgreiðslu.
    b) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa erindinu til umhverfisráðs til umfjöllunar og óskar eftir rökstuddum tillögum að afgreiðslu.
    Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Tekið fyrir erindi frá íbúasamtökunum á Hauganesi, bréf móttekið þann 3. september 2018, þar sem fram koma áherslur íbúasamtakanna hvað varðar meðal annars umhverfismál, umferðarmál, snjómokstur, gangstéttir og götur. Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 876 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til umhverfisráðs og að óska eftir rökstuddum tillögum að afgreiðslu. Einnig er þeim hluta er varðar gömlu bryggjuna vísað til veitu- og hafnaráðs. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Tekið fyrir erindi frá Kóngsstöðum ehf., bréf dagsett þann 1. september 2018, þar sem óskað er eftir að vegurinn sem liggur um hlaðið á Kóngsstöðum í Stekkjarhús verði færður frá bænum vegna vaxandi umferðarþunga.
    Samkvæmt fyrirliggjandi upplýsingum frá sviðstjóra umhverfis- og tæknisviðs kemur fram að umræddur vegur er hluti af vegslóða inn á Sveinsstaðarafrétt og fellur því undir þær framkvæmdir sem sótt hefur verið um styrk úr styrkvegasjóði Vegagerðarinnar af landbúnaðarráði.

    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 876 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til umhverfisráðs til umfjöllunar og óskar eftir rökstuddri tillögu að afgreiðslu. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Á 834. fundi byggðaráðs þann 14. september 2017 var eftirfarandi bókað:
    "Tekið fyrir erindi frá Elvari Reykjalín og Pétri Einarssyni, dagsett þann 7. september 2017 er varðar deiliskipulag Ferðamannaþorpsins Hauganes. Frestur til að skila inn erindi vegna fjárhagsáætlunar 2018 var til og með 1. september s.l. og er því ofangreint erindi of seint fram komið.
    Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til gerðar fjárhagsáætlunar 2019-2022."

    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 876 a) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til umhverfisráðs til umfjöllunar og óskar eftir rökstuddri tillögu að afgreiðslu hvað varðar skipulagsmál.
    b) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til atvinnumála- og kynningaráðs til umfjöllunar og óskar eftir rökstuddri tillögu að afgreiðslu hvað varðar ferða- og atvinnumál.
    Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Tekið fyrir erindi frá Elvari Reykjalín og Pétri Einarssyni, rafbréf dagsett þann 21. ágúst 2018, sem er samhljóða erindi 201709051 hér að ofan um deiliskipulag vegna hugmynda um Ferðamannaþorpið Hauganes. Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 876 Byggðaráð vísar til afgreiðslu sinnar á samhljóða erindi hér að ofan. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Á 834. fundi byggðaráðs þann 14. september 2017 var eftirfarandi bókað:
    "Tekið fyrir erindi frá stjórn Kirkjugarða Dalvíkurprestakalls, er barst sviðstjóra umhverfis- og tæknisviðs þann 7. september 2017, þar sem stjórnin óskar eftir bundnu slitlagi á nýja veginn upp að Upsakirkjugarði á fjárhagsáætlun 2018. Frestur til að senda inn erindi vegna vinnu við fjárhagsáætlun 2018 var til og með 1. september 2017 og er því ofangreint erindi of seint fram komið.
    Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til gerðar fjárhagsáætlunar 2019-2022."
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 876 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til umfjöllunar umhverfisráðs og óskar eftir rökstuddri tillögu að afgreiðslu. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • a) Tekið fyrir erindi frá Kirkjugörðum Dalvíkurprestakalls, dagsett þann 29. ágúst 2018, þar sem fram kemur að fyrirhuguð er stækkun á kirkjugarðinum á Tjörn og óskað er eftir að gert sé ráð fyrir á fjárhagsáætlun efni í girðinguna.
    b) Tekið fyrir erindi frá Kirkjugörðum Dalvíkurprestakalls, dagsett þann 29. ágúst 2018, þar sem stjórnin óskar eftir bundnu slitlagi á nýja veginn að Upsakirkjugarði.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 876 a) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til umfjöllunar umhverfisráðs og að ráðið skili rökstuddri tillögu að afgreiðslu. Byggðaráð felur jafnframt sviðstjóra umhverfis- og tæknisviðs að óska eftir kostnaðaráætlun frá Kirkjugörðum Dalvíkurprestakalls sem og öðrum gögnum svo hægt sé að taka afstöðu til erindisins.
    b) Byggðaráð vísar til afgreiðslu sinnar á erindi 201709102.
    Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Tekið fyrir erindi frá sóknarnefnd Dalvíkursóknar, dagsett þann 31. ágúst 2018, þar sem óskað er eftir áframhaldandi styrk á móti fasteignagjöldum vegna Dalvíkurkirkju. Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 876 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til menningarráðs til umfjöllunar og óskar eftir rökstuddri tillögu að afgreiðslu. Einnig felur byggðaráð sviðstjóra fræðslu- og menningarsviðs að óska eftir ársreikningi og/eða fjárhagsáætlun sóknarnefndar Dalvíkursóknar með vísan til reglna sveitarfélagsins um almennar styrkumsóknir. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Tekið fyrir erindi frá íbúum á Böggvisstöðum, rafbréf dagsett þann 20. ágúst 2018, þar sem þess er farið á leit að nágrannalóð þeirra sem Böggvisstaðaskáli sendur á verði gerð snyrtileg og gert verði ráð fyrir kostnaði árið 2019 sem þvi fylgir.



    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 876 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til umfjöllunar umhverfisráðs og að fá rökstudda tillögu að afgreiðslu. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Tekið fyrir erindi frá Hjörleifi Hjartarsyni, dagsett þann 18. ágúst 2018, þar sem Hjörleifur minnir á að við gerð fjárhagsáætlunar 2019 þurfi að gera ráð fyrir verkefnum tengd Friðlandi Svarfdæla sem áður voru á höndum Náttúruseturs á Húsabakka. Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 876 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til umfjöllunar umhverfisráðs og óskar eftir að fá rökstudda tillögu að afgreiðslu. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Á 873. fundi byggðaráðs var eftirfarandi bókað:
    "Teknar fyrir upplýsingar frá sviðsstjóra umhverfis-og tæknisviðs. Samtölur fasteignamats 2007-2019 og samtölur fasteignaálagningar 2019 miðað við óbreyttar forsendur frá fyrra ári. Til umræðu ofangreint.
    Lagt fram til kynningar."

    Til umræðu forsendur vegna álagningu fasteignagjalda 2019.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 876 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Á 875. fundi byggðaráðs þann 30. ágúst 2018 voru til umfjöllunar drög að fjárhagsramma fyrir árið 2019, forsendur Dalvíkurbyggðar með fjárhagsáætlun 2019-2022 sem og ýmis önnur mál er varðar vinnuna við starfs- og fjárhagsáætlun 2019-2022.

    a) Tillaga að fjárhagsrammam 2019

    Sveitarstjóri og sviðstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs kynntu tillögu að fjárhagsramma ársins 2019 og helstu forsendur.

    b) Forsendur með fjárhagsáætlun 2019

    Sviðstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs kynnti tillögu Dalvíkurbyggðar að forsendum með fjárhagsáætlum 2019.

    c) Önnur mál; stefnumótun, áherslur, o.fl.

    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 876 a) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum tillögu að fjárhagsramma 2019 eins og hann liggur fyrir með breytingum sem gerðar voru á fundinum.
    b) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum tillögu að forsendum Dalvíkurbyggðar með fjárhagsáætlun 2019 eins og þær liggja nú fyrir.
    c) Lagt fram til kynningar.
    Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar a) Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum fyrirliggjandi tillögu að fjárhagsramma 2019.
    b) Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum fyrirliggjandi tillögu að forsendum Dalvíkurbyggðar með fjárhagsáætlun 2019.
    c) Lagt fram til kynningar í sveitarstjórn.
  • Á 77. fundi veitu- og hafnaráðs þann 5. september 2018 var eftirfarandi bókað:
    "Tekjur Hafnasjóðs Dalvíkurbyggðar á fyrstu sjö mánuðum árins eru töluvert meiri en áætlun 2018 gerði ráð fyrir, munar þar um 13,6 milljónum. Eftir skoðun á þeim tekjum sem vænta má á síðari hluta ársins leggur veitu- og hafnaráð til við byggðarráð að tekjuáætlun Hafnasjóðs fyrir árið 2018 verði hækkuð um kr. 20,0 milljóir.
    Veitu- og hafnaráð samþykkir samhljóða framlagða tillögu."

    Til umræðu ofangreint.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 876 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda tillögu að viðauka við fjárhagsáætlun 2018, viðauki nr. 27, að upphæð kr. 20.000.000 á lykil 41010-0248, mætt með hækkun á handbæru fé. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Er sér liður á dagskrá.
  • a) Sviðstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs kynnti útreikninga á áður samþykktum launaviðaukum 2018 í samanburði við launaáætlunarkerfi.
    b) Sviðstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs kynnti launaviðauka vegna launaþróunartrygging kjarasamninga , alls kr. 7.057.286 sem dreifist á ýmsar deildir.
    c) Sviðstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs kynnti launaviðauka vegna nýrra kjarasamninga á árinu 2018, alls kr. 7.472.123 sem dreifist á ýmsar deildir.

    Samtals hækkun launa samkvæmt viðauka: kr. 18.570.431
    Viðaukar sem eftir er að samþykkja: kr. 14.294.409

    Til umræðu ofangreint.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 876 a) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að útreikningar viðauka samkvæmt launaáætlunarkerfi gildi og fari inn í heildarviðauka II, mætt með lækkun á handbæru fé.
    b) Byggðaráð samþykkir sámhljóða með 3 atkvæðum viðauka nr. 28 við fjárhagsáætlun 2018 að upphæð kr. 7.057.586 samkvæmt fyrirliggjandi gögnum, mætt með lækkun á handbæru fé.
    c) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum viðauka nr. 29 við fjárhagsáætlun 2018 að upphæð kr. 7.472.123 samkvæmt fyrirliggjandi gögnum, mætt með lækkun á handbæru fé.
    Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar, er sér liður á dagskrá.
  • Sviðstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs kynnti útreikninga á uppfærslu lífeyrisskuldbindinga samkvæmt endurskoðun fjárhæðar í fjárhagsáætlun 2018. Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 876 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum viðauka nr. 30 við fjárhagsáætlun 2018 og lækkun á áætlun á uppfærslu lífeyrisskuldbindinga 2018 að upphæð kr. 1.714.508, annars vegar deild 22600 kr. - 2.384.182 og hins vegar deild 41210 kr. 669.673. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar, er sér liður á dagskrá.
  • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson vék af fundi undir þessum lið kl. 11:31 til annarra starfa.

    Sviðstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs kynnti útreikninga á endurskoðun á áætluðu útsvari 2018 vegna vinnu við heildarviðauka II, með fyrirvara um eftirálagningu staðgreiðslu sem liggur ekki fyrir.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 876 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum að fresta afgreiðslu til næsta fundar.
    Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Sviðstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs kynnti drög að heildarviðauka II við fjárhagsáætlun 2018 með þeim viðaukum sem samþykktir hafa verið eftir gerð heildarviðauka I. Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 876 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum að fela sviðstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs taka saman heildarviðauka II við fjárhagsáætlun 2018 með tillögum að ofangreindum breytingum með því markmiði að heildarviðauki II fari fyrir næsta fund sveitarstjórnar til umfjöllunar og afgreiðslu. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Tekið fyrir bréf frá Þjóðskrá Íslands, dagsett þann 27. ágúst 2018, þar sem tilkynnt er um fasteignamat 2019 og meðfylgjandi eru gögn til upplýsingar. Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 876 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Tekinn fyrir rafpóstur frá Eyþingi, dagsettur þann 31. ágúst 2018, þar sem kynnt er tillaga Gunnars I. Birgissonar, bæjarstjóra í Fjallabyggð, til aðalfundar Eyþings 2018 um fjölgun fulltrúa í stjórn Eyþings.

    Til umræðu ofangreint.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 876 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Lögð fram til kynningar fundargerð stjórnar Eyþings nr. 307. Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 876 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.

    Enginn tók til máls um fundargerðina og annað í fundargerðinni þarfnast ekki afgreiðslu sveitarstjórnar, þeir liðir sem ekki þarfnast afgreiðslu eru því lagðir fram til kynningar.