Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 861, frá 28.03.2018.

Málsnúmer 1803012F

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn - 302. fundur - 17.04.2018

Til afgreiðslu:
1. liður sér liður á dagskrá.
2. liður sér liður á dagskrá.
6. liður.
7. liður.
  • Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs Ingvar Kristinsson, umsjónarmaður fasteigna, Hlynur Sigursveinsson, sviðstjóri fræðslu- og menningarsviðs, og Gísli Rúnar Gylfason, íþrótta- og æskulýðsfulltrúi, kl. 8:00.

    Tekið fyrir erindi frá byggingarnefnd um endurbætur á Sundlaug Dalvíkur, dagsett þann 26. mars 2018, þar sem fram kemur að á 5. fundi nefndarinnar var farið yfir tilboð innflutningsaðilum í rennibrautir. Bygginganefnd mælir með að keypt verði tvöföld vatnsrennibraut fyrir sundlaugina samkvæmt tilboði frá Spennandi dagsett þann 7. mars 2018. Heildarkostnaður með uppsetningu, endurbótum á lóð og á búnaði er áætlaður samtals kr. 49.931.020. Í fjárhagsáætlun 2018 er heimild vegna rennibrautar kr. 35.000.000. Óskar er því eftir viðauka að upphæð kr. 15.000.000 á 32200-11603-E1809.

    Til umræðu ofangreint.

    Ingvar Kr. vék af fundi kl. 08:37.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 861 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda beiðni um viðauka að upphæð kr. 15.000.000 við fjárhagsáætlun 2018, viðauki nr. 4 / 2018, liður 32200-11603-E1809. Viðaukanum mætt með lækkun á handbæru fé. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar, er sér liður á dagskrá.
  • Tekið fyrir erindi frá íþrótta- og æskulýðsfulltrúa, bréf dagsett þann 26. mars 2018, þar sem óskað er eftir viðauka við fjárhagsáætlun 2018 að upphæð kr. 915.000 vegna kaupa á hjólabraut frá Alexandra Kárasyni. Í fjárhagsáætlun 2018 er heimild vegna hjólabrautar kr. 5.900.000, sem er grunnkostnaður á brautinni. Það sem vantar upp á er flutningur og samsetning. Einnig er óskað eftir að fá að kaupa svokallað entrykit á brautina.

    Til umræðu ofangreint.

    Hlynur og Gísli Rúnar viku af fundi kl. 08:48.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 861 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda beiðni um viðauka að upphæð kr. 915.000, viðauki nr. 5/2018 við deild 32200. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að viðaukanum sé mætt með lækkun á handbæru fé. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar, er sér liður á dagskrá.
  • Á 858. fundi byggðaráðs var m.a. samþykkt eftirfarandi:
    "Á 855. fundi byggðaráðs þann 8. febrúar 2018 var m.a. eftirfarandi bókað: Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs að hafa samband við bæjarlögmann og fela honum að taka málið áfram í samræmi við umræður á fundinum. Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs og sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs gerðu grein fyrir framvindu málsins.
    Lagt fram til kynningar."

    Með fundarboði byggðaráðs fylgdi erindi frá Prima lögmönnum, dagsett þann 20. mars 2017, til Dalvíkurbyggðar og Pacta lömanna er varðar fyrirhugaða hesthúsalóð.

    Til umræðu ofangreint.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 861 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela bæjarlögmanni að taka málið áfram í samræmi við umræður á fundinum. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Á 859. fundi byggðaráðs þann 8. mars 2018 var eftirfarandi bókað:
    "Á 858. fundi byggðaráðs þann 1. mars 2018 var sveitarstjóra falið að gera drög að erindi til Fjármála- og efnahagsráðuneytisins vegna "Gamla skóla" og framtíð þess húsnæðis. Með fundarboði byggðaráðs fylgdu ofangreind drög.
    Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreind drög að bréfi með breytingum sem gerðar voru á fundinum."

    Með fundarboði byggðaráðs fylgdi svarbréf frá Fjármála- og efnahagsráðuneytinu, bréf dagsett þann 21. mars 2018, þar sem fram kemur að að eins og áður hefur komið fram hjá ráðuneytinu þá er ríkið reiðubúið að ganga til samninga við sveitarfélagið um sölu á eignarhlut ríkisins (ríkið á nú 28%) í húsinu. Ekki sé séð fram á að ríkið fari að taka þátt í endurbótakostnaði á eigninni enda er hún ekki nýtt undir starfsemi á vegum þess.

    Til umræðu ofangreint.

    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 861 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra að ræða við Fjármála- og efnahagsráðuneytið um framtíðar eignarhald á skólanum. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Á 860. fundi byggðaráðs þann 15. mars 2018 gerði sviðstjóri veitu- og hafnasviðs grein fyrir fundi sínum með forsvarsmönnum Whales Hauganes ef. þriðjudaginn 13. mars s.l. Byggðaráð samþykkti samhljóða með 3 atkvæðum að fela sviðstjóra veitu- og hafnasviðs að leggja fyrir byggðaráð útfærða lausn í samræmi við það sem rætt var á fundinum.

    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 861 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að óska eftir tillögu að lausn frá siglingasviði Vegagerðarinnar en starfsmenn siglingasviðs skoðuðu aðstæður á Hauganesi á dögunum. Á undanförnum vikum og mánuðum hefur byggðaráð farið yfir málið og farið í vettvangsskoðun á Hauganes. Markmiðið sé að leysa aðgengismál fyrir farþega hvalaskoðunar til framtíðar. Byggðaráð felur hafnastjóra að hafa samband við siglingasvið Vegagerðarinnar varðandi ofangreint. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Á 856. fundi byggðaráðs þann 15. febrúar 2018 var eftirfarandi bókað:
    "Tekið fyrir erindi frá Sólveigu Hlín Kristjánsdóttur, ódagsett en móttekið í rafpóstu þann 12. febrúar 2012, þar sem óskað er eftir styrk vegna verkefnisins "Þinn besti vinur" - Hugræn atferlismeðferð fyrir unglinga og ungt fólk.
    Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til félagsmálaráðs og fræðsluráðs til umsagnar."


    Fyrir liggja umsagnir frá Ungmennaráði (28.02.2018), Félagsmálaráði (13.03.2018) og Fræðsluráði (14.03.2018) og eiga þær allar það sammerkt að mælt er með því við byggðaráð að styrkja þetta verkefni.

    Til umræðu ofangreint.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 861 Byggðaráð samþykkir styrk að upphæð kr. 100.000 í ofangreint verkefni, vísað á deild 21010. Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs.
  • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson vék af fundi undir þessum lið kl. 09.40 vegna vanhæfis og varaformaður tók við fundarstjórn.

    Með fundarboði byggðaráðs fylgdi svarbréf frá Sýslumanninum á Norðurlandi vestra, dagsett þann 16. mars 2018, þar sem vísað er til bréfs Dalvíkurbyggðar og afrit af bréfi stjórnar varðandi niðurlagningu á sjálfseignarstofnuninni, Fræðslusjóði Dalvíkurbyggðar nr. 1693 á sjóðaskrá. Með vísan til 2.mgr. 6.gr. laga nr. 19/1988 og umsagnar Ríkisendurskoðunar hefur embættið ákveðið að leggja ofangreindan sjóð niður. Uppgjör á ráðstöfun sjóðsins óskast sent Ríkisendurskoðun þegar það liggur fyrir.

    Með fundarboði fylgi einnig bókun fræðsluráðs frá 223. fundi þann 14. febrúar 2018 þar sem fram kemur að á fundi skólastjóra Dalvíkurskóla, Árskógarskóla og Krílakots með sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs þann 17. janúar 2018 var gerð tillaga að ráðstöfun fjármuna úr Fræðslusjóði Dalvíkurbyggðar nú þegar hann verður lagður niður. Með tilliti til nemendafjölda er lagt að Dalvíkurskóli fái kr. 1.000.000, Krílakot kr. 500.000 og Árskógarskóli kr. 200.000 til kaupa á nýjum kennslugögnum.
    Fræðsluráð samþykkir tillöguna með 5 atkvæðum.

    Til umræðu ofangreint.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 861 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum ofangreinda tillögu fræðsluráðs varðandi ráðstöfun á fjármunum úr Fræðslusjóði. Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs hvað varðar tillögu fræðsluráðs á ráðstöfun fjármuna úr Fræðslusjóði.
  • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson kom inn á fundinn á nýju kl. 09:44.

    Tekið fyrir erindi frá Háskólanum á Akureyri, verkefnisstjóra Sjávarútvegsmiðstöðvar, rafbréf dagsett þann 21. mars 2018, þar sem óskað er eftir styrk fyrir Sjávarútvegsskólann 2018 að upphæð kr. 250.000.

    Undanfarin tvö ár hefur Sjávarútvegsmiðstöð Háskólans á Akureyri rekið sjávarútvegsskóla yfir sumartímann á Austurlandi sem og á Norðurlandi sumarið 2017. Skólinn er ætlaður 14 ára nemendum sem eru að byrja í 9. bekk um haustið. Markmiðið með skólanum er að auka áhuga og efla þekkingu unglinga á sjávarútvegi. Kennslustaðir á Norðurlandi eru Húsavík, Akureyri, Dalvík, Siglufjörður og Sauðárkrókur.

    Til umræðu ofangreint.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 861 Byggðaráð óskar eftir upplýsingum frá Háskólanum á Akureyri þar sem gert er grein fyrir verkefninu og upplýsingum frá skólastjóra Dalvíkurskóla. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Tekið fyrir erindi frá vinabænum Lund í Svíþjóð, dagsett þann 15. mars 2018, um the 4th International Days of Lund in June 2018. Meðfylgjandi eru drög að dagskrá fyrir þennan viðburð sem haldinn verður dagana 7. - 10. júní 2018 sem og skráningarblað. Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 861 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Tekið fyrir erindi frá Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu, rafbréf dagsett þann 13.mars 2018, þar sem meðfylgjandi er tengill á frétt um tillögu til þingsályktunar um byggðaáætlun 2018-2024 sem er nú í kynningu á samráðsgátt stjórnvalda. Frestur til að gera athugasemdir var til 21. mars s.l.

    Til umræðu ofangreint.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 861 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Tekið fyrir frétt frá Dómsmálaráðuneytingu, dagsett þann 13. mars 2018, er varðar kynningu á drögum á frumvarpi til nýrra persónuverndarlaga. Frestur til umsagna var til 19. mars s.l.

    Til umræðu ofangreint.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 861 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Tekið fyrir rafbréf frá nefndasviði Alþingis, dagsett þann 22. mars 2018, þar sem óskað er umsagnar um frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum á sviði samgöngu-, fjarskipta-, sveitarstjórnar- og byggðamála, 389. mál. Óskað er umsagnar eigi síðar en 5. apríl n.k.

    Til umræðu ofangreint.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 861 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Tekin til umræðu 304. fundargerð stjórnar Eyþings frá 21. mars 2018. Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 861 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.

    Enginn tók til máls um fundargerðina og annað í fundargerðinni þarfnast ekki afgreiðslu sveitarstjórnar, þeir liðir sem ekki þarfnast afgreiðslu eru því lagðir fram til kynningar í sveitarstjórn.