Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 859, frá 08.03.2018

Málsnúmer 1803002F

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn - 301. fundur - 20.03.2018

Til afgreiðslu:
4. liður.
7. liður.
  • Á 838. fundi byggðaráðs þann 3. október 2017 var eftirfarandi bókað:
    "Undir þessum lið mættu á fund byggðaráðs Árni Halldórsson frá Whales Hauganes ehf. og Þorsteinn K. Björnsson, sviðsstjóri veitu- og hafnasviðs, kl. 13:00. Á 833. fundi byggðaráðs þann 7. september 2017 var eftirfarandi bókað: "Á 64. fundi veitu- og hafnaráðs þann 8. ágúst 2017 var eftirfarandi bókað: "Með rafpósti sem dagsettur er 3. júlí 2017, óskar Whales Hauganes ehf. eftir því að fá flotbryggju í höfnina á Hauganesi fyrir tímabilið apríl 2018 Í rafpóstinum kemur fram að það þarf að byrja á því að kanna dýpið og ákveða staðsetningu og lengd bryggjunnar. Veitu- og hafnaráð samþykkir samhljóða vísar erindu til gerð fjárhagsáætlunar fyrir fjárhagsárið 2018." Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til veitu- og hafnaráðs og óskar eftir tillögu til byggðaráðs um afgreiðslu. " Í tillögum veitu- og hafnasviðs vegna starfs- og fjárhagsáætlunar 2018-2021 til byggðaráðs er lagt til að farið verði í framkvæmd við flotbryggju í höfninni á Hauganesi að upphæð 14,0 m.kr. Til umræðu ofangreint. Árni og Þorsteinn viku af fundi kl. 13:21
    Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sviðsstjóra veitu- og hafnasviðs að skoða aðra möguleika hvað varðar lausn á aðgengi fyrir farþega í samræmi við umræður á fundinum."

    Samkvæmt gildandi fjárhagsáætlun 2018 er gert ráð fyrir landgangi að upphæð kr. 5.000.000 til að mæta ofangreindu erindi hvað varðar betra aðgengi fyrir farþega fyrirtækisins.

    Með fundarboði fylgdi nýtt erindi frá Árna Halldórssyni fyrir hönd Whales Hauganes ehf., móttekið þann 6. mars 2018, þar sem erindið frá 3. júlí 2017 er ítrekað þar sem óskað er eftir flotbryggju, enda hafi fyrirtækið ekki trú á að hægt sé að bæta aðgengið nema með flotbryggju. Óskað er eftir að fá byggðaráð í heimsókn á hafnarsvæðið á Hauganesi sem allra fyrst til að skoða aðstæður og fara yfir málin.

    Á fundinum fór byggðaráð í heimsókn til Whales Hauganes ehf. á Hauganes ásamt sveitarstjóra og sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 859 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sviðsstjóra veitu- og hafnasviðs að eiga fund með forsvarsmönnum Whales Hauganes ehf. og koma á næsta fund byggðaráðs með hugmyndir að lausnum. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Árni Freyr Árnason kl. 14:30 en hann rekur fyrirtæki sem býður upp á snjósleðaleigu og snjósleðaferðir. Árni Freyr kynnti starfsemi fyrirtækisins.


    Árni Freyr vék af fundi kl. 14:59.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 859 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • .3 201705060 Leigusamningur Rimar
    Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Hlynur Sigursveinsson, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs, kl. 14:59.

    Á 858. fundi byggðaráðs þann 1. mars 2018 voru samþykkt drög að auglýsingu þar sem óskað verði eftir tilboði í leigu og rekstur á félagsheimilinu Rimar á grundvelli þess að fyrirliggjandi var samþykki Stórvals hf. um að leigusamningi milli Dalvíkurbyggðar og Stórvals hf. yrði sagt upp.

    Hlynur gerði grein fyrir framvindu málsins á milli funda.

    Hlynur vék af fundi kl. 15:15.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 859 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs að koma með tillögu að lausn í samræmi við umræður á fundinum. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Á 858. fundi byggðaráðs þann 1. mars 2018 var eftirfarandi bókað:
    "Tekið fyrir erindi frá styrktarsjóði Eignarhaldsfélagsins Brunabótafélags Íslands, dagsett þann 21. febrúar 2018, þar sem gefinn er kostur á að sækja um styrk í sjóðinn vegna sérstakra framfaraverkefna og hvert sveitarfélag getur aðeins sent inn eina umsókn. Umsóknarfrestur er til aprílloka. Dalvíkurbyggð fékk styrk árið 2016 að upphæð kr. 300.000 vegna göngubrúar yfir Svarfaðardalsá í Friðlandi Svarfdæla.
    Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu til framkvæmdastjórnar og óskar eftir tillögu frá framkvæmdastjórn."

    Ofangreint var til umfjöllunar á fundi framkvæmdastjórnar s.l. mánudag og niðurstaðan var að leggja til að sótt verði um styrk vegna áningarstaðar við Hrísastjörn í Friðlandi Svarfdæla, sbr. málsnúmer 201710046.

    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 859 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda tillögu og felur sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs og upplýsingafulltrúa að ganga frá umsókn og senda inn. Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum afgreiðslu byggðaráðs.
  • Á 858. fundi byggðaráðs þann 1. mars 2018 var sveitarstjóra falið að gera drög að erindi til Fjármála- og efnahagsráðuneytisins vegna "Gamla skóla" og framtíð þess húsnæðis.

    Með fundarboði byggðaráðs fylgdu ofangreind drög.

    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 859 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreind drög að bréfi með breytingum sem gerðar voru á fundinum. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Frestað. Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 859 Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Tekið fyrir erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dagsett þann 28. febrúar 2018, þar fjallað er um breytingar á mannvirkjalögum og faggildingu í tengslum við byggingaeftirlit.

    Til umræðu ofangreint.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 859 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra að senda inn umsögn frá Dalvíkurbyggð í samræmi við umræður á fundinum. Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum afgreiðslu byggðaráðs.
  • Á 857. fundi byggðaráðs þann 22. febrúar 2018 var eftirfarandi bókað:
    "Tekið fyrir erindi frá Fjármála- og efnahagsráðuneytinu, rafbréf dagsett þann 13. febrúar 2018, þar sem óskað er eftir upplýsingum frá sveitarfélögum vegna innkaupa yfir viðmiðunarfjárhæðum EES fyrir 2017, fyrir 28. febrúar 2018.
    Byggðaráð vísar ofangreindu erindi til framkvæmdastjórnar til úrvinnslu. "

    Á fundinum var gerð grein fyrir svörum og umfjöllun framkvæmdastjórnar um ofangreint.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 859 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fyrirliggjandi upplýsingar verði sendar til ráðuneytisins fullunnar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Á 854. fundi byggðaráðs þann 1. febrúar 2018 var eftirfarandi bókað:
    "Tekið fyrir erindi frá Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu, dagsett þann 25. janúar 2018, þar sem ráðuneytið óskar eftir upplýsingum um alla samstarfssamninga sem sveitarfélagið á aðild að og sem starfað er eftir í dag, sem og afritum af umræddum samningum. Þá er óskað eftir áliti sveitarstjórnar á því hvort endurskoða þurfi ákvæði sveitarstjórnarlaga um samstarf sveitarfélaga og þá að hvaða leyti. Er þess óskað að uppýsingarnar berist ráðuneytinu eigi síðar en 1. mars nk.
    Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu til umfjöllunar og úrvinnslu í framkvæmdastjórn. Málið kæmi síðan aftur fyrir byggðaráð."

    Á fundinum var gerð grein fyrir svörum og umfjöllun framkvæmdastjórnar varðandi ofangreint.

    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 859 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að ofangreind samantekt verði sent til ráðuneytisins þegar hún er fullunnin. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Tekinn fyrir rafpóstur dagsettur þann 6. mars 2018 frá nefndasviði Alþings þar sem óskað er eftir umsögn um frumvarp til laga um heilbrigðisþjónustu (réttur til einbýlis og sambúðar við maka á öldrunarstofnunum), 178. mál. Óskað er umsagnar eigi síðar en 3. apríl n.k. Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 859 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Tekinn fyrir rafpóstur dagettur þann 28. febrúar 2018 frá nefndasviði Alþingis þar sem óskað er umsagnar um frumvarp til sveitarstjórnarlaga (fjöldi fulltrúa í sveitarstjórn), 190. mál. Óskað er umsagnar eigi síðar en 14. mars n.k.

    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 859 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Lögð fram til kynningar fundargerð stjórnar Eyþings nr. 303 frá 2. mars 2018. Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 859 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.

    Enginn tók til máls um fundargerðina og annað í fundargerðinni þarfnast ekki afgreiðslu sveitarstjórnar, þeir liðir sem ekki þarfnast afgreiðslu eru því lagðir fram til kynningar í sveitarstjórn.