Ungmennaráð - 15, frá 28.02.2018.
Málsnúmer 1802017F
Vakta málsnúmer
-
Ungmennaráð - 15
Ráðið telur að þunglyndi og kvíði ungmenna sé stórt vandamál og telur mikilvægt að auka aðgengi ungs fólks að fræðslu af þessu tagi. Ráðið telur myndbandagerð að þessu tagi muni höfða til ungs fólks og líklegt til árangurs. Ráðið getur því mælt með því að verkefnið verði styrkt. Ef verkefnið verður að veruleika hvetur ungmennaráð til þess að stofnanir Dalvíkurbyggðar sem vinna með ungu fólki, muni nýta sér þessi myndbönd til fræðslu.
Niðurstaða þessa fundar
Lagt fram til kynningar
Bókun fundar
Lagt fram til kynningar.
Til máls tóku:
Valdís Guðbrandsdóttir.
Heiða Hilmarsdóttir.
-
Ungmennaráð - 15
Ungmennaráð fór yfir ný drög að erindisbréfi ráðsins. Íþrótta- og æskulýðsfulltrúa falið að vinna áfram í drögunum samkvæmt umræðu á fundinum og leggja fyrir næsta fund ráðsins.
Niðurstaða þessa fundar
Lagt fram til kynningar
Bókun fundar
Lagt fram til kynningar.
Fleiri tóku ekki til máls um fundargerðina og ekkert í fundargerðinni þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar, er því fundargerðin lögð fram til kynningar í sveitarstjórn.