Landbúnaðarráð - 109, frá 15.02.2017
Málsnúmer 1702005
Vakta málsnúmer
-
Landbúnaðarráð - 109
Landbúnaðarráð óskar eftir við fjallskilanefndir í Dalvíkurbyggð að raunþörf gangnaskila á hverju svæði komi fram í fundargerð fjallskiladeilda.
Lagt fram til kynningar.
-
Landbúnaðarráð - 109
Farið yfir viðhald fjallgirðinga almennt í öllu sveitarfélaginu og fyrirkomulagi þess.
Ráðið leggur til að sveitarfélagið láti fjarlægja ónýtar og aflagðar girðingar í eigu sveitarfélagsins við Stekkjarhús og í Bæjarfjalli.
-
Landbúnaðarráð - 109
Sviðsstjóri fór yfir framkvæmd síðasta árs og fyrirhugað viðhald og endurbætur næstkomandi vor.
Ráðið leggur til að auglýst verði eftir verktaka til verksins.
-
Landbúnaðarráð - 109
Landbúnaðarráð Dalvíkurbyggðar felur sviðsstjóra að leggja fram umsókn í Styrkvegasjóð til lagfæringa og endurbóta á veginum inn á Sveinsstaðaafrétt.
Bókun fundar
Enginn tók til máls um fundargerðina og ekkert í fundargerðinni þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar, eru því allir liðir í fundargerðinni lagðir fram til kynningar í sveitarstjórn.