Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 809, frá 26.01.2017

Málsnúmer 1701013

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn - 289. fundur - 21.02.2017

Til afgreiðslu:

4. liður.

5. liður, sér liður á dagskrá.
  • Byggðaráð ásamt sveitarstjóra og sviðstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs fór í heimsókn á Dalvíkurhöfn.

    Sviðsstjóri veitu- og hafnasviðs ásamt starfsmönnum Hafnasjóðs kynnti starfsemina.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 809 Lagt fram til kynningar.
  • Á 288. fundi sveitarstjórnar þann 17. janúar s.l. var eftirfarandi tillaga Gunnþórs Eyfjörðs Gunnþórssonar samþykkt samhljóða:

    "Fræðsluráð, á fundi sínum 14. desember 2016, hvetur sveitarstjórn til að marka heildarstefnu í fjölmenningarmálum fyrir sveitarfélagið og vinna að því að efla tengsl íbúanna. Í skólunum hefur margt gott áunnist í vinnu með fjölmenningu og til er fjölmenningarstefna skóla Dalvíkurbyggðar. Í sveitarfélaginu er fjöldi fólks með ólíkan menningarbakgrunn og í þeim búa tækifæri til að gera gott samfélag enn betra. Árið 2009 gaf Eyþing (landshlutasamtök 13 sveitarfélaga á Norðausturlandi) út metnaðarfulla fjölmenningarstefnu og samkvæmt samtali mínu nú í janúar við framkvæmdastjóra Eyþings ætlar hann að taka það upp á stjórnarfundi að stefnan verði endurskoðuð þar sem fleiri hafa ljáð máls á því. Hann benti einnig á það að í nýrri byggðaáætlun er talsverð áhersla á málefni innflytjenda. Ég legg til að byggðarráð fari yfir stöðu mála fjölmenningar með það að markmiði að vinna að því að móta skýr markmið og setja fram fjölmenningarstefnu fyrir Dalvíkurbyggð. Slík stefna verði unnin í samvinnu við Eyþing og skólana í Dalvíkurbyggð þar sem fjölmenningarstefnur eru til staðar og unnar fyrir íbúa í sveitarfélaginu, sem og aðra aðila sem kunna að búa að upplýsingum og reynslu sem nýtist við slíka vinnu. Byggðarráð komi málinu í farveg með tilliti til hvaða vinnu þarf að vinna og til hvers, hverjir ættu að vinna hana og á hvaða tímabili. Formaður byggðarráðs er tilbúinn að vera í forystu um gerð stefnunnar."

    Til umræðu ofangreint.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 809 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela formanni byggðaráðs að koma með tillögu að fulltrúum í vinnuhópinn og erindisbréf fyrir vinnuhópinn.
  • Á 288. fundi sveitarstjórnar þann 17. janúar 2017 var samþykkt samhljóða að fresta afgreiðslu á tillögu umhverfisráðs frá 286. fundi þann 13. janúar 2017 hvað varðar tímabundna niðurfellingu eða afslátt á gatnagerðagjöldum í Dalvíkurbyggð og vísa henni til byggðaráðs til umfjöllunar.

    Til umræðu ofangreint.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 809 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa eftirfarandi tillögu til umhverfisráðs til umsagnar:

    "Í 6. gr. Samþykktar um gatnagerðargjald í þéttbýli sveitarfélagsins Dalvíkurbyggðar segir um sérstaka lækkunarheimild eða niðurfellingu gatnagerðargjalda, sbr. 6. gr. laga nr. 153/2006,

    að hana megi viðhafa við: ,,Sérstakar ástæður, t.d. þétting byggðar, atvinnuuppbygging, lítil ásókn í lóðir eða eftirspurn eftir leiguhúsnæði.?


    Í samræmi við þetta samþykkir byggðaráð að beita tímabundið ákvæði 6. gr. 1. mgr. að fella niður gatnagerðargjöld af byggingum einstaklinga og fyrirtækja á lóðum við þegar tilbúnar götur.


    Þetta ákvæði gildir frá samþykkt þess í sveitarstjórn Dalvíkurbyggðar og út árið 2020 og miðast þá við að framkvæmdir hefjist innan þessara tímamarka."
  • Tekið fyrir erindi frá Sýslumanninum á Norðurlandi eystra, bréf dagsett þann 20. janúar 2017, þar sem óskað er umsagnar um umsókn frá Pétri Einarssyni fyrir hönd Rannsóknarstofnun Hugans, kt. 630315-0180, hvað varðar nýtt rekstrarleyfi til sölu gistingar að Selá; flokkur II. Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 809 Byggðaráð gerir ekki athugasemdir við ofangreinda umsókn með fyrirvara um afgreiðslu byggingafulltrúa og slökkviliðsstjóra sem liggja ekki fyrir.
  • Guðmundur St. Jónsson vék af fundi undir þessum lið vegna vanhæfis kl. 14:55 og Valdís Guðbrandsdóttir kom inn á fundinn sem varamaður í hans stað.

    Á 288. fundi sveitarstjórnar þann 17. janúar s.l. var eftirfarandi tillaga Valdísar Guðbrandsdóttur samþykkt samhljóða með 6 atkvæðum, Guðmundur St. Jónsson tók ekki þátt í atkvæðagreiðslu vegna vanhæfis:

    "Ég legg til að afgreiðslu á íbúakönnun verði frestað og vísað til frekari umræðu í byggðaráði. Ég tel að íbúar sveitafélagsins hafi ekki nægilegar forsendur til þess að meta hvort gera eigi ráð fyrir golfvelli í fólkvanginum fyrr en endanlegt staðsetning vallarins og heildar útlit svæðisins liggur fyrir. Eðlilegra væri að klára deiliskipulag fyrir svæðið í heild þar sem gert er ráð fyrir golfvelli ásamt öðrum útivistamöguleikum. Að lokinni þeirri vinnu verður síðan deiliskipulagið auglýst þar sem íbúar geta komið með sýnar athugasemdir. Þar gefst íbúum líka tækifæri á að taka afstöðu til annarar afþreyingar sem sótt hefur verið um aðstöðu fyrir."

    Til umræðu ofangreint.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 809 Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson og Kristján Guðmundsson samþykkja með 2 atkvæðum að leggja til eftirfarandi við sveitarstjórn, Valdís Guðbrandsdóttir situr hjá:
    Að hugur íbúa í Dalvíkurbyggð, 18 ára og eldri, verði kannaður með rafrænni könnun á heimasíðu Dalvíkurbyggðar í mars 2017 eftir annan fund sveitarstjórnar 2017, frá og með 1. mars til og með 15. mars 2017 og leggja til að spurningin sem lögð verði fyrir hljóði þannig:

    'Vilt þú að gert verði ráð fyrir 9 holu golfvelli í fyrirhuguðu deiliskipulagi Fólkvangsins í Böggvisstaðafjalli ?' Svarmöguleikanir verði 'Já' eða 'Nei'.

    Um er að ræða rafræna könnun en ekki formlega kosningu skv. sveitarstjórnarlögum.
    Niðurstöður könnunarinnar eru því ekki bindandi fyrir deiliskipulagsvinnuna en höfð til hliðsjónar við deiliskipulagsvinnuna.

    Með spurningunni fylgi eftirfarandi inngangstexti:
    "Sveitarfélagið Dalvíkurbyggð hefur lengi haft hug á að deiliskipuleggja fólkvanginn í Böggvistaðafjalli eins og gert hefur verið með aðra fólkvanga víða um land. Um langt skeið hefur það legið fyrir að deiliskipuleggja þurfi fólkvanginum svo meðal annars RARIK geti ráðist í það að leggja raflínur í jörðu í gegnum fólkvanginn þar sem nú er loftlína sem og aðrar hugmyndir um framtíðarnýtingu fólkvangsins.
    Í mars 2016 sendi Golfklúbburinn Hamar erindi til sveitarfélagsins. GHD óskaði eftir því að á grundvelli skýrslu sem Edwin Roald vann fyrir GHD væri gert ráð fyrir 9 holu golfvelli í deiliskipulagi fólkvangsins ásamt því að þar verði skipulagt heildstætt útivistarsvæði sem þjóna muni öllum íbúum Dalvíkurbyggðar. Einnig óskaði GHD eftir samstarfi við sveitarfélagið um íbúafund til að kynna skýrslu um framtíðar staðsetningu golfvallarins. Byggðaráð ákvað á fundi sínum 15. apríl 2016 að halda slíkan fund í samstarfi við GHD og var sá fundur haldinn 15. september 2016. Jafnframt ákvað byggðaráð á fundi sínum í apríl að hugur íbúa yrði kannaður og á haustdögum 2016 ákvað byggðaráð að könnunin á hug íbúa verði rafræn íbúakönnun.
    Forsvarsfólk GHD hefur lýst því yfir að til lengri tíma litið muni golfvöllurinn við Arnarholt ekki þjóna þörfum golfíþróttarinnar sem skildi. Í því sambandi hefur GHD meðal annars bent á mikinn kostnað í nútíð og framtíð vegna bakkavarna til að verja þann hluta vallarins sem næst er Svarfaðardalsá. Einnig hefur GHD bent á, eins og fram kemur í skýrslu Edwins Roald, að kostnaðarsamt verði að endurnýja golfvöllinn við Arnarholt og erfitt að segja til um hvort slík endurnýjun skili því sem þarf vegna staðsetningar hans gagnvart æskulýðsstarfi og plássleysi.
    Deiliskipulag er ein gerð skipulagsáætlunar og byggir á Skipulagslögum nr. 123/2010. Skipulagslögin tryggja að deiliskipulagsferlið er lýðræðislegt og felur í sér mikið samráð og aðkomu íbúa til að hafa áhrif á ákvörðun stjórnvalda við gerð þess. Í því ljósi og með vísan í skipulagslögin er ekkert sem hindrar það að sveitarfélagið geri ráð fyrir framtíðar staðsetningu golfíþróttaaðstöðu GHD í deiliskipulagsferli fólkvangsins á sama hátt og gert verði ráð fyrir skíðasvæði, göngu-, skíðagöngu-, hjólreiða- og hestaleiðum, ásamt almennu útivistarsvæði enda hafi almenningur mikla aðkomu að endanlegri gerð deiliskipulagsins.
    Þrátt fyrir ofangreint þá hefur byggðaráð ákveðið að efna til íbúakönnunar um framtíðarstaðsetningu golfíþróttaaðstöðu GHD áður en hafist er handa við deiliskipulagsferli fólkvangsins. Tekið skal fram að ef deiliskipulag fólkvangsins gerir ráð fyrir golfíþróttaaðstöðu GHD eða annarri útvistarstarfsemi, eins og t.d. þeirri sem útlistuð er hér að ofan, þá hefur það ekki neinar fjárskuldbindingar í för með fyrir sveitarfélagið og er því aðeins um framtíðar stefnumörkun í skipulagsmálum að ræða."


    Tilkynning um ofangreinda könnun verði sett á heimasíðu, Facebook og með dreifibréfi í öll hús. Jafnframt að þeim sem ekki hafa aðgang að tölvu verði gert kleift að taka þátt í könnuninni í þjónustuveri Skrifstofa Dalvíkurbyggðar.

    Valdís Guðbrandsdótti gerir grein fyrir hjásetu sinni með eftirfarandi bókun:
    "Með vísan í samþykkt sveitarstjórnar frá 17.01.17 tel ég að klára eigi heildar deiliskipulagið fyrir fólkvanginn þar sem tekið er tillit til allra mögulegra þátta. Fólkvangur er útivistarsvæði fyrir íbúana sem ég tel að eigi að bjóða upp á sem fjölbreyttasta afþreyingu sem styðja svo aftur hver við aðra. Í fjárhagsáætlun er gert ráð fyrir því að farið verði í deiliskipulag á fólkvanginum árið 2017 þar sem íbúum og hagmunaaðilum er gefinn kostur á að koma með athugasemdir og ábendingar í samræmi við skipulagslög. Ég tel einnig að með því að taka tillit til þeirra hugmyndar frá golfklúbbnum að gera ráð fyrir golfvelli í deiliskipulaginu sé sveitarfélagið ekki að taka ákvörðun um að setja fjármagn í framkvæmdina. Því betri upplýsingar sem íbúar fá þeim mun líklegra er að almenn samstaða geti orðið um niðurstöðuna."
    Bókun fundar Enginn tók til máls um fundargerðina og annað í fundargerðinni þarfnast ekki afgreiðslu sveitarstjórnar, 5. liður er sérliður á dagskrá, eru því þeir liðir sem ekki þarfnast afgreiðslu lagðir fram til kynningar í sveitarstjórn.