Félagsmálaráð - 205, frá 10.01.2017.

Málsnúmer 1701004

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn - 288. fundur - 17.01.2017

  • .1 201611052 Trúnaðarmál
    Trúnaðarmál - 201611052 Félagsmálaráð - 205 Bókað í trúnaðarmálabók
  • .2 201701022 Trúnaðarmál
    Trúnaðarmál 201701022 Félagsmálaráð - 205 Bókað í trúnaðarmálabók
  • Lagður var fram tölvupóstur frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga er barst 3. janúar 2017. Þar kemur fram að Velferðarráðuneyti hafi gefið út með formlegum hætti leiðbeinandi reglur um nýtt kerfi húsnæðisstuðnings. Breyting hefur orðið á reglunum frá því þær voru drög og sveitarfélög á landinu voru að búa til sínar reglur um sérstakan húsnæðisstuðning og er veigamesta breytingin viðmiðunarfjárhæðir skv. 8. gr. en þær fjárhæðir hafa verið hækkaðar um 13,4% frá drögunum. Eftir því sem næst verður komist er þessi hækkun viðmiðunarfjárhæða talin vera í samræmi við þá breytingu sem varð nú um áramótin á lífeyrisgreiðslum frá TR. Athygli vekur hins vegar að félags- og húsnæðismálaráðherra mun ekki ætla að framfylgja því lagaákvæði sem skyldar hann til að hækka grunnfjárhæðir húsnæðisbóta við afgreiðslu fjárlaga ár hvert með tilliti til þróunar launa, verðlags og efnahagsmála. Er því komin upp sú staða að öryrki sem verður að reiða sig á örorkulífeyri til framfærslu fær skerðingu á grunnhúsnæðisbótum, þ.e. tekjur hans eru taldar of miklar til þess að fá fullan húsnæðisstuðning frá ríkinu. Á hinn bóginn telur ráðherra sig þess umkominn að setja þrýsting á sveitarfélögin að bæta leigjendum - öryrkjum og öðrum - upp þessa skerðingu ríkisins með því að hækka sérstaka stuðninginn til viðkomandi. Hér er um að ræða tilraun til þess að breyta þeirri verkaskiptingu sem umsamin er milli ríkis og sveitarfélaga við innleiðingu á nýju kerfi húsnæðisstuðnings. Málið verður tekið upp í samráðsnefnd um húsnæðismál og kallað eftir endurskoðun enda um grundvallaratriði að ræða sem vart getur talist á forræði ráðherra í starfsstjórn að ákveða upp á sitt eindæmi. Þessi nýja útgáfa gefur því að mati sambandsins ekki tilefni til breytinga að svo stöddu á þeim grundvelli sem sveitarfélög hafa miðað við í vinnu við sínar reglur, þ.e. þær viðmiðunarfjárhæðir sem áður höfðu birst í drögum. Undirstrikað er að leiðbeinandi reglur eru ekki bindandi fyrir sveitarfélögin.



    Félagsmálaráð - 205 Lagt fram til kynningar.
  • Félagsmálastjóri lagði fram drög að reglum um sérstakan húsnæðisstuðning fyrir Dalvíkurbyggð. Félagsmálaráð - 205 Félagsmálaráð fór yfir drögin og unnið var að breytingum og lagfæringum sem voru samþykktar með 4 greiddum atkvæðum. Reglunum er vísað til sveitarstjórnar til samþykktar.
  • Lagt var fram erindi frá Sambandi Íslenskra sveitarfélaga þar sem vakin er athygli á framlengdum umsagnarfresti um framkvæmdaáætlun fatlaðs fólks til 9. janúar 2017. Eins og áður hefur verið bent á mikilvægi að forgangsraða aðgerðum þar sem ljóst er að fjárhagsramminn er þröngur Félagsmálaráð - 205 Lagt fram til kynningar.
  • Lagt var fram erindi frá Þroskahjálp dags. 13. desember 2016 þar sem Landssamtökin Þroskahjálp hvetja stjórnendur sveitarfélaga eindregið til að huga sérstaklega að aðstæðum og þörfum fólks með þroskahömlun og fatlaðs fólks almennt þegar þeir gera áætlanir í húsnæðismálum og setja reglur og/eða taka ákvarðanir um veitingu stofnframlaga samkvæmt nýjum lögum sem um það gilda. Afar mikilvægt er að sveitarfélög gæti þess sérstaklega við hönnun og byggingu húsnæðis fyrir fatlað fólk s.s. hvað varðar stærð íbúða og fjölda samliggjandi íbúða og við skipulag og framkvæmd þjónustunnar að sem best verði náð þeim markmiðum að fatlað fólk skuli fá tækifæri til að búa og taka þátt í samfélaginu án aðgreiningar og vað vera í eðlilegum tengslum við nærumhverfi sitt með sama hætti að aðrir eiga kost á.
    Erindi þetta var tekið fyrir á 806 fundi byggðarráðs sem vísar erindinu til vinnuhóps hvað varðar búsetuúrræði fyrir fatlað fólk sem og til félagsmálaráðs.
    Félagsmálaráð - 205 Lagt fram til kynningar. Bókun fundar Enginn tók til máls um fundargerðina og ekkert í fundargerðinni þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar, eru því allir liðir í fundargerðinni lagðir fram til kynningar í sveitarstjórn.