Fréttir

Aron 4. ára

Aron 4. ára

Þann 21. desember verður Aron okkar 4 ára. Hann hélt upp á það í gær með vinum sínum á Kátakoti með því að gefa öllum ljúfenga ávexti  og svo var sungið fyrir hann, að því loknu arkaði hópurinn út og flaggaði íslenska fánanum í tilefni dagsins. Við óskum Aroni og fjölskyldu hans innilega til hamingj…
Lesa fréttina Aron 4. ára
Ævintýraferð Hólakots

Ævintýraferð Hólakots

Á fimmtudaginn í síðustu viku fórum við í ævintýraferð, farið var með nemendur í ratleik um bæinn. Þau þurftu að svara spurningum til að finna út næstu viðkomustaði, þurftu líka að gera æfingar á nokkrum stöðum svo hægt var að halda áfram. Á einni stöðinni vorum við stödd hjá íþróttamiðstöðinni þar …
Lesa fréttina Ævintýraferð Hólakots
Slökkviliðsstjórinn í heimsókn á Hólakoti

Slökkviliðsstjórinn í heimsókn á Hólakoti

Við á Hólakoti fengum heimsókn í síðustu viku frá Villa slökkviliðsstjóra. Hann kom og sýndi okkur myndbandið um Loga og Glóð, ræddi við okkur um rétt viðbrögð við bruna og brunavarnir heimilisins. Við hvetjum ykkur til að taka umræðuna við börnin heima og ræða þessi mál á meðan þau eru í fersku min…
Lesa fréttina Slökkviliðsstjórinn í heimsókn á Hólakoti
Hólakot og Kátakot í íþróttum

Hólakot og Kátakot í íþróttum

Í síðustu viku fóru Hólakot og kátakot í síðasta íþróttatímann fyrir jólin. Tveir strákar (Siggi og Magnús Darri) úr Dalvíkurskóla komu með okkur þar sem það var góðverkadagur í skólanum. Búið var að setja allt fram og farið var í ísjakahlaup eða jakahlaup, nokkrir voru hann í einu og áttu að elta h…
Lesa fréttina Hólakot og Kátakot í íþróttum
Skemmtilegir aðventuviðburðir í Krílakoti.

Skemmtilegir aðventuviðburðir í Krílakoti.

Jólaandinn svífur yfir Krílakoti þessa dagana. Við reynum að njóta aðventunnar í rólegheitunum en gerum okkur glaðan dag inn á milli með skemmtilegum uppákomum og viðburðum. Í síðustu viku var kátt á hjalla en börnin á yngstu deildunum hittust í salnum með foreldrum sínum og gæddu sér á ljúffengum á…
Lesa fréttina Skemmtilegir aðventuviðburðir í Krílakoti.
Brunaæfing

Brunaæfing

Í dag vorum við á Krílakoti með brunaæfingu. Markmiðið með æfingu dagsins var að allir vissu hvernig brunabjallan hljómar og út um hvaða dyr hver deild á að fara ef upp kemur eldur. Í þetta skiptið var æfingin undirbúin og börnin vöruð við hávaðanum. Æfingin gekk eins og í sögu allir voru komnir út …
Lesa fréttina Brunaæfing
Afmæli Lubba og dagur íslenskrar tungu.

Afmæli Lubba og dagur íslenskrar tungu.

Í dag var haldið upp á afmæli okkar allra besta Lubba sem á afmæli á morgun á degi íslenskrar tungu. Börn og kennarar komu saman í sal og sungu afmælissönginn fyrir Lubba ásamt því að syngja önnur vel valin lög og tralla og skemmta sér. Lubbi virtis hinn ánægðasti með daginn. 
Lesa fréttina Afmæli Lubba og dagur íslenskrar tungu.
Opnun leikskólalóðar-myndir

Opnun leikskólalóðar-myndir

Mikil gleði ríkir með nýja leikskólalóð, hér eru nokkrar myndir af formlegri opnun. 
Lesa fréttina Opnun leikskólalóðar-myndir
Marey Hilda 3 ára

Marey Hilda 3 ára

Í gær þann 31. október varð elsku Marey Hilda okkar 3. ára. Hún málaði á kórónu, blés á kertin, bauð upp á ávexti í ávaxtastund og flaggaði íslenska fánanum. Við óskum Marey Hildu og fjölskyldu hennar til hamingju með daginn. 
Lesa fréttina Marey Hilda 3 ára
Evrópsk samgönguvika í Dalvíkurbyggð

Evrópsk samgönguvika í Dalvíkurbyggð

16.september til 22.september verður Evrópsk samgönguvika í Dalvíkurbyggð. Frá árinu 2002 hafa borgir og bæir á Íslandi tekið þátt í samstilltu átaki sveitarfélaga í Evrópu um að ýta undir sjálfbærar samgöngur. Yfirskrift átaksins er Evrópsk Samgönguvika og er hún haldin 16. – 22. september ár hvert…
Lesa fréttina Evrópsk samgönguvika í Dalvíkurbyggð
Bækur að gjöf

Bækur að gjöf

Í gær kom Sigurjón Helgason færandi hendi þegar hann gaf leikskólanum 6 bækur. Hann kemur fyrir hönd útgáfufyrirtækisins Gudda Creative og þökkum við kærlega fyrir þessa veglegu gjöf. 
Lesa fréttina Bækur að gjöf
Guðrún Halldóra kveður

Guðrún Halldóra kveður

Á mánudaginn 26. ágúst var síðasti dagur Guðrúnar Halldóru sem leikskólastjóra á Krílakoti eftir 7 viðburðarík ár. Við óskum henni velfarnaðar í nýju starfi og þökkum henni fyrir vel unnin störf.  Ágústa Kristín hefur hafið störf sem leikskólastjóri. 
Lesa fréttina Guðrún Halldóra kveður