Fjölmenning

Leikskóli er vettvangur þar sem leggja á áherslu á gildi og starfshætti sem renna stoðum undir lýðræðislegt samfélag. Í leikskóla eiga foreldrar, starfsfólk og nemendur að vera samstarfsaðilar. Í Krílakoti er lögð áhersla á lýðræðislegt leikskólastarf sem
byggist á jafnrétti, fjölbreytileika, samábyrgð, samstöðu og viðurkenningu fyrir ólíkum sjónarmiðum. Þar eiga nemendur að finna að þau eru hluti af hópi og samfélagi þar sem réttlæti og virðing einkenna samskipti. Litið er á nemendur sem virka borgara og þátttakendur þar sem hver og einn fær tækifæri til að leggja sitt af mörkum til að hafa áhrif á umhverfi sitt. Lögð er áhersla á að virða innsæi, reynslu, færni og skoðanir nemenda og taka mið af sjónarmiðum þeirra við skipulagningu leikskólastarfs.

Fjölmenningarstefna Dalvíkurbyggðar