MIO - stærðfræði
Nemendur í leikskóla eru umkringd stærðfræði alla daga, þau kanna hana og nota í mörgum af sínum viðfangsefnum. Í Krílakoti er lagt áherslu á að nemendur öðlist reynslu af stærðfræðinni í gegnum daglegar athafnir og leik.
Til að kennarar geti mætt hverjum nemenda þar sem hann er staddur í þroska er nauðsynlegt að vita nokkuð um stærðfræðifærni þeirra. Þetta á bæði við um nemendur sem búa við góðan þroska jafnt sem þeir nemendur sem þarf að vinna sérstaklega með. Í Krílakoti notum við skimunarverkefni í MIO en það tekur mið af inntaki í stærðfræði nemenda .
MIO tekur mið af þremur þáttum:
M- stærðfræði
I- einstaklingurinn sem er að tileinka sér stærðfræði
O - aðstæðurnar sem gefa nemandanum tækifæri til að öðlast reynslu af stærðfræði og styðja við stærðfræðiþroska þeirra.
Með því að skrá í MIO geta kennara áttað sig betur á þeirri stærðfræðifærni sem nemandi hefur tileinkað sér. MIO hjálpar einnig til við að skipuleggja vinnuna í leikskólanum þannig að barnið þroski áfram skilning sinn á stærðfærði.