Áætlanir og mat

 Innra og ytra mat leikskóla

Í 18. gr. laga um leikskóla nr. 90/2008 er kveðið á um að hver leikskóli skuli meta með kerfisbundnum hætti árangur og gæði skólastarfs. Í 19.gr. laganna segir að sveitarfélögin eigi síðan að fylgja innra matinu eftir þannig að það leiði til umbóta í skólastarfi.
Tilgangur með mati er að afla vitneskju um árangur skólastarfsins og hvernig einstaklingum og hópum gengur að ná settum markmiðum.

Mat á leikskólastarfi er með ýmsum hætti og skiptist í innra og ytra mat.

Innra matinu er ætlað að veita aðilum skólasamfélagsins og fræðsluyfirvöldum upplýsingar um skólastarfið, árangur þess og þróun. Með kerfisbundnu mati er greint hvað gengur vel og hvað miður og síðan teknar ákvarðanir um umbætur á grundvelli niðurstaðna.  Lýðræðisleg vinnubrögð við innra mat þar sem tekið er tillit til sjónarmiða þeirra sem koma að leikskólastarfinu stuðla að auknum gæðum í starfinu. Þar eru leikskólakennarar, annað starfsfólk, foreldrar og börn mikilvægustu þátttakendurnir og mikilvægt að þeir fái tækifæri til að velta fyrir sér leikskólastarfinu og ræða sín á milli. Þær leiðir sem meðal annars eru farnar við innra mat í leikskólanum eru mat á þroska nemenda með fjölbreyttum matstækjum s.s. þroskamati, Hljóm- 2, EFI-2 og Tras. Foreldrakannanir og starfsmannakannanir, auk þess sem símat er gert á áætlunum, verkferlum og starfsháttum.

Starf skólans er metið reglulega allt árið. Stjórnendur, starfsfólk, foreldraráð og stjórn foreldrafélagsins meta skólastarfið m.a. út frá niðurstöðum innra mats. Stjórnendur og starfsfólk funda reglulega eins og þörf krefur til að meta niðurstöður innra mats og vinna í framhaldinu að tillögum til úrbóta fyrir einstaklinga og hópa eða benda öðrum á hvað má læra af góðum árangri skólans. Niðurstöður innra mats  nýtum við til jákvæðrar þróunar.

Ytra mat er unnið á vegum sveitarfélagsins, Mennta- og menningarmálaráðuneytisins eða annarra aðila. Ytra mat Mennta ogkrilakot-innra-mat-2022-2023_3.pdf menningarmálaráðuneytis er byggt á fjölbreyttum gögnum, m.a. innra mati skólans, vettvangsheimsóknum og viðtölum. Fræðsluráð hefur einnig eftirlit með því að starfsemi skólans samræmist lögum um leik- og grunnskóla og aðalnámskrám skólastiganna. Fræðsluráð metur skólastarfið með tilliti til aðstæðna og sérstöðu hvers skóla.

 

 

 


Ytra mat á vegum Mennta- og menningarmálaráðuneytis

 

Innra mat og umbótaáætlanir

 

Starfsáætlanir fræðslu- og menningarsviðs

 

Jafnrétti í skólastarfi

 

Foreldrakannanir

Starfsmannakönnun

 

Innleiðing Aðalnámskrár (Lokið)