Fatnaður

Leikskólinn er vinnustaður barnanna og því nauðsynlegt að þau komi í fötum sem sjá má á. föt

Föt barnanna þurfa að vera þægileg svo auðvelt sé fyrir þau að bjarga sér sjálf á salerni og svo þau hindri ekki hreyfingar þeirra. Aukafatnaður þarf alltaf að vera til staðar í leikskólanum og eiga öll börnin merktar körfur á salernum fyrir aukaföt. Foreldrar eru hvattir til að kíkja reglulega í körfur barnanna en komi blaut/óhrein föt í taupokunum heim er líklegt að fylla þurfi á körfu barnsins strax daginn eftir.  Fatnaður til útiveru þarf að vera til staðar og í samræmi við veðurfar hvern dag.
Allur fatnaður þarf að vera greinilega merktur en ómerktur fatnaður er settur í körfur í forstofu. Fyrir jólin og á vorin eru körfurnar tæmdar og það sem körfurnar geyma er gefið til bágstaddra fjölskyldna. Fara þarf yfir fatahólf barnanna daglega og taka óhreinan og blautan fatnað með heim. Fatahólf skal tæma á föstudögum ásamt því að vagnar eru teknir heim.

Gott er að börn hafi inniskó meðferðis en skór sem eru lausir á fæti henta ekki vel í leik og starfi. Reimar skal fjarlægja úr fatnaði barnanna af öryggisástæðum.

 
Fatalisti til útiveru:                                               Fatalisti í körfur barnanna:

Snjógalli (vetur)                                                      2 sokkapör

Stígvél                                                                      2 sokkabuxur

2 húfur – þunna og þykka                                      2 nærbolir

Pollagalli                                                                 2 bolir/léttar peysur

2 vettlingapör (hlýjir/pollavettlingar)                  Inniskór

Kuldaskór (vetur)

Íþróttaskór/ léttir skór (sumar)

Þykk peysa - Prjónapeysa/flíspeysa