Grænfáninn

Á grænni grein

Á vormánuðum 2009 varð Krílakot formlegur þátttakandi í verkefninu Á grænni grein. Landvernd stendur fyrir grænfánaverkefninu hér á Íslandi og er það fyrir leik-, grunn-, framhalds- og háskóla. Alþjóðlegu samtökin sem halda utan um verkefnið heita Foundation for Environmental Education eða FEE. Þau voru stofnuð 1981 og aðildarfélög eru nú frá 55 þjóðum. Landvernd hefur verið aðili að FEE frá árinu 2000.

Skýrslur vegna Grænfána

Grænfánaskýrsla 2016-2018

Grænfánaskrýsla 2019-2021

Grænfánaskýrsla 2021-2023 


 http://www.graenfaninn.landvernd.is/graenfaninn/Graenfani.jpg

Umhverfissáttmáli Krílakots

Krílakot er Grænfánaskóli
 

Starfsfólk og börn í Krílakoti hugsa vel um náttúru og umhverfi.

Við flokkum rusl og sendum í endurvinnslu.

Matarafgangar nýtst sem húsdýrafóður í sveitinni allt um kring.

Í vettvangsferðum skiljum við ekki eftir rusl og tínum upp það sem á vegi okkar verður.

Við hugsum vel um leikskólalóðina.

Öll börn fá taupoka við upphaf leikskólagöngu fyrir óhreinan fatnað.

Við endurnýtum hluti.

Við förum vel með alla hluti og leikföng.

Við ræktum kartöflur og ræktum grænmeti.

Við vinnum verkefni ár hvert sem stuðla að náttúruvernd.

Við vinnum verkefni ár hvert sem eykur þekkingu á náttúru og umhverfi, samfélaginu og heiminum öllum.

Við kynnum umhverfisstefnu okkkar á heimasíðu skólans og hvetjum aðra í samfélaginu til að taka þátt.