Orðaleikur er námsefni fyrir börn af erlendum uppruna sem eru að læra íslensku sem annað mál en námsefnið getur nýst á fjölbreyttan hátt í leikskólastarfi og fyrir alla sem vilja læra einfaldar aðferðir til að efla orðanám barna. Námsefnið miðar að því að kenna grunnorðaforða íslenskunnar á fjölbreyttan hátt og mynda þannig krækjur til að kenna flóknari orð. Námsefnið er notendum að kostnaðarlausu.
Höfundar námsefnisins eru Rannveig Oddsdóttir, lektor við kennaradeild HA og Íris Hrönn Kristinsdóttir sérfræðingur við MSHA. Námsefnið er unnið í samstarfi við leikskólann Iðavöll á Akureyri og veturinn 2019–2020 prófa tveir aðrir leikskólar, Krílakot á Dalvík og Árbær í Árborg efnið í vinnu með börnum. Inga María Brynjarsdóttir myndlistamaður teiknar myndirnar. Verkefnið er styrkt af Þróunarsjóði námsgagna, Sprotasjóði, KEA og Norðurorku.
Í Krílakoti erum við að vinna með myndrænt dagskipulag, myndir í fataherbergi og unnið er með myndaþemu í hverjum mánuði ásamt fleiru.
Hér fyrir neðan er hægt að fara inn á heimasíðu Orðaleiks og skoða það námsefni sem er í boði