Heilsueflandi leikskóli á vegum Embættis landlæknis er ætlað að styðja leikskóla í að vinna markvisst að heilsueflingu og gera hana að hluta af daglegu starfi leikskólans.
Í Aðalnámskrá leikskóla frá 2011 eru heilbrigði og velferð skilgreind sem einn af sex grunnþáttum menntunar sem leikskólar eiga að hafa að leiðarljósi og innleiða í öllu sínu starfi.
Mikill samhljómur er með starfi Heilsueflandi leikskóla og grunnþættinum um heilbrigði og velferð. Heilsueflandi leikskóli mun því nýtast leikskólum sem verkfæri til að innleiða grunnþáttinn heilbrigði og velferð.
Við í Krílakoti erum að fóta okkur áfram í að verða heilsueflandi leikskóli. Heilsueflandi leikskóli leggur sérstaka áherslu á að vinna með átta lykilþætti sem tengjast skólastarfinu. Þeir eru: hreyfing, mataræði, geðrækt, öryggi, tannheilsa, fjölskylda, nærsamfélag og starfsfólk.
Hægt er að kynna sér betur stefnuna inn á Embætti landlæknis.
Myndbönd heilsueflandi leikskóla:
Vellíðan leikskólabarna Næring og matarvenjur
Vellíðan leikskólabarna Hreyfing og útivera
Vellíðan leikskólabarna Hegðun og samskipti
Vellíðan leikskólabarna Hvíld og svefn