Hér fyrir neðan er að finna ýmsar upplýsingar sem gagnast foreldrum/forráðamönnum þegar sækja á um leikskólavist.
Umsóknir um skólavist þurfa að berast skriflega til skólastjóra eða í gegnum rafræna gátt Dalvíkurbyggðar.
Með því að smella hér ferðu beint inn á íbúagátt þar sem hægt er að senda inn rafræna umsókn en einnig er hægt að nálgast umsóknarblöð í leikskólanum hjá stjórnendum.
Að ýmsu þarf að huga við innritun og gott er að kynna sér innritunarreglur fyrir leikskóla Dalvíkurbyggðar. Einnig er mikilvægt að foreldrar kynni sér starfið vel en í foreldrahandbók er farið vel yfir helstu þætti og áherslur í starfinu ásamt hagnýtum upplýsingum um t.d. aðlögun, dagsskipulag, uppbrotsdaga og fl.
Óskir þú eftir frekari upplýsingum er hægt að hafa samband við stjórnendur sem taka glaðir á móti öllum spurningum og ábendingum.
Leikskólastjóri:
Aðstoðarleikskólastjóri:
Elvý Guðríður Hreinsdóttir