Þegar barn byrjar í leikskólanum undirrita foreldrar dvalarsamning. Óski foreldrar eftir breytingu á þeim samningi verða þeir að gera það skriflega með a.m.k. mánaðar fyrirvara. Miðað er við 1. eða 15. hvers mánaðar. Eyðublöð þess efnis má nálgast á blaðarekkum í forstofum. Ekki er hægt að koma til móts við allar óskir strax, það fer eftir fjölda barna, stöðugildum starfsfólks og stærð húsnæðis.
Uppsögn á leikskólaplássi þarf að vera skrifleg og verður að berast til skólastjóra með a.m.k. mánaðar fyrirvara. Uppsögn skal miðast við 1. eða 15. hvers mánaðar. Hægt er að nálgast uppsagnarblöð í blaðarekkum í forstofu.