Slökkviliðsstjórinn í heimsókn á Hólakoti

Slökkviliðsstjórinn í heimsókn á Hólakoti

Við á Hólakoti fengum heimsókn í síðustu viku frá Villa slökkviliðsstjóra. Hann kom og sýndi okkur myndbandið um Loga og Glóð, ræddi við okkur um rétt viðbrögð við bruna og brunavarnir heimilisins. Við hvetjum ykkur til að taka umræðuna við börnin heima og ræða þessi mál á meðan þau eru í fersku minni. Börnin útskrifuðust svo af námskeiðinu með skírteini uppá það að vera aðstoðarmaður slökkviliðslins.  Myndir frá deginum má sjá í myndasafni deildarinnar.