Opið hús í tilefni af degi leikskólans.

Opið hús í tilefni af degi leikskólans.

Margt var um manninn á opnu húsi sem haldið var í tilefni af degi leikskólans. Foreldrar, ömmur og afar, fændur og frænkur, gamlir nemendur og aðrir kíktu á okkur. Opnað var á milli deilda og gátu nemendur og gestir skoðað og leikið sér um allt hús. Foreldrar tóku sig saman og komu með veitingar sem runnu ljúflega niður. Dagurinn var því ansi líflegur og skemmtilegur í Krílakoti. Við þökkum öllum sem komu kærlega fyrir komuna.