Fréttir

Söngstund á finnsku

Söngstund á finnsku

Föstudaginn 9. desember var hún Emmi með finnska söngstund þar sem þjóðhátíðardagur Finna er 6. desember.  Emmi fræddi okkur um ýmislegt sem tengdist Finnlandi og kenndi okkur finnsku. Sungin voru t.d. kalli litli kóngóló á finnsku og nemendur fengu að taka þátt.  Einnig færði hún leikskólanum gjöf …
Lesa fréttina Söngstund á finnsku
Afmæli Lubba

Afmæli Lubba

Í dag á Degi íslenskrar tungu  var deginum fagnað í leikskólanum á ýmsan hátt en það sem stóð uppúr að mati nemenda var afmæli Lubba.  Í tilefni dagsins bjuggu allir nemendur sér til kórónur og haldið var upp á afmælið hans með söngsal og allir fengu popp eða saltstangir, svo fór Lubbu út og flaggað…
Lesa fréttina Afmæli Lubba
Söngstund á Pólsku

Söngstund á Pólsku

Siðasta föstudag 11. nóvember var haldið upp á þjóðhátíðardag pólverja með hinum ýmsu söngvum frá Póllandi. Þær Urszula, Anna og Daria stjórnuðu stundinni og kynntu nemendum fyrir ýmsum siðum og venjum frá þeirra heimalandi og svo voru sungin hin ýmsu lög sem þær hafa kennt nemendum í gegnum árin.
Lesa fréttina Söngstund á Pólsku
Kartöflur teknar upp á Dalbæ.

Kartöflur teknar upp á Dalbæ.

Eitt af verkefnum Grænafánans er að rækta kartöflur. Í vor settu nemendur sem voru þá á Kátakoti niður útsæði með dyggri aðstoð heimilsfólk á Dalbæ og svo núna í vikunni fóru nemendur á Hólakoti til að taka þær upp og fá svo að borða þær í hádeginu næstu daga, mikil og góð uppskera. Mjög skemmtilegt…
Lesa fréttina Kartöflur teknar upp á Dalbæ.
Skóladagatal skólaárið 2022-2023

Skóladagatal skólaárið 2022-2023

Skóladagatal skóla árið 2022 - 2023 hefur verið samþykkt og geta foreldrar nú skoðað það hér fyrir neðan   Skóladagatal 2022 - 2023
Lesa fréttina Skóladagatal skólaárið 2022-2023
Skrúðganga og sumargleði Krílakots

Skrúðganga og sumargleði Krílakots

Í dag 16. júní, fórum við í skrúðgöngu og héldum síðan sumargleði í garðinum okkar. Boðið var uppá ýmislegt til að gera í garðinum okkar s.s. andlitsmálningu, sápukúlur, skutlugerð, steinamálun og fleira. Hátíðarhöldunum lauk með pylsupartýi í boði foreldrafélagsins. Veðrið lék við okkur og allir sk…
Lesa fréttina Skrúðganga og sumargleði Krílakots
Tónlistaskólinn á Tröllaskaga í heimsókn

Tónlistaskólinn á Tröllaskaga í heimsókn

Miðvikudaginn 25. maí kíktu starfsmenn Tónlistaskólans á Tröllaskaga í heimsókn til okkar og spiluðu nokkur vel valin lög fyrir okkur.  Mjög skemmtileg hefð sem myndast hefur þegar skólaárið er að ljúka.  Þökkum við þeim kærlega fyrir heimsóknina, allir mjög ánægðir og glaðir eftir þetta uppábrot …
Lesa fréttina Tónlistaskólinn á Tröllaskaga í heimsókn
Foreldrafélagið gefur Kátakots nemendum sundgleraugu og sundhettur

Foreldrafélagið gefur Kátakots nemendum sundgleraugu og sundhettur

Sú hefð hefur verið að foreldrafélagið gefur nemendum Kátakots sundgleraugu og sundhettur en þau byrja í sundkennslu núna að vori og svo aftur að hausti þegar þau byrja á Hólakoti Við þökkum foreldrafélaginu fyrir flott framtak
Lesa fréttina Foreldrafélagið gefur Kátakots nemendum sundgleraugu og sundhettur
Gleðilega páska !

Gleðilega páska !

Kæru foreldar/forráðamenn Starfsfólk Krílakots sendir öllum kærar páskakveðjur og óskum ykkur afslöppunar og gleði yfir páskahátíðina. Sjáumst endurnærð þriðjudaginn 19. apríl.  Njótið samverunnar Kærleiks kveðja Starfsfólk Krílakots
Lesa fréttina Gleðilega páska !
Frá Krílakoti

Frá Krílakoti

Þau börn sem eru með umsóknir um leikskólavist veturinn 2022-2023 í dag 29. mars og eru fædd 2021 og fyrr fá öll pláss á leikskólann haustið 2022 Bráðlega verður sendur tölvupóstur til forráðamanna með frekari upplýsingum þær umsóknir sem berast eftir 29. mars fara á biðlista og verður tekið inn a…
Lesa fréttina Frá Krílakoti
Öskudagurinn 2022

Öskudagurinn 2022

Öskudagurinn gekk alveg frábærlega vel og gaman að sjá hvað nemendur mættu í fjölbreyttum búningum í ár. Hólakot og Kátakot  byrjuðu í salnum kl. 8:45 og svo fóru Sólkot og Mánakot um kl 9:30 þar sem kötturinn var sleginn úr tunnunni (bangsarnir voru slegnir út pokanum). Eftir það fórum við inn á de…
Lesa fréttina Öskudagurinn 2022
Hólakot og Kötlukot bjóða til Listasýningar

Hólakot og Kötlukot bjóða til Listasýningar

Nemendur á elsta leikskólastigi Dalvíkurbyggðar bjóða fjölskyldum sínum, vinum, vandamönnum og öllum íbúum Dalvíkurbyggðar á opnun listasýningar sinnar í Menningarhúsinu Bergi. Opnunin er laugardaginn 26. Febrúar kl. 14.00- 16.00 – léttar veitingar í boði. Öll verkin verða til sölu á litlar 2.000.- …
Lesa fréttina Hólakot og Kötlukot bjóða til Listasýningar