Öskudagurinn gekk alveg frábærlega vel og gaman að sjá hvað nemendur mættu í fjölbreyttum búningum í ár. Hólakot og Kátakot byrjuðu í salnum kl. 8:45 og svo fóru Sólkot og Mánakot um kl 9:30 þar sem kötturinn var sleginn úr tunnunni (bangsarnir voru slegnir út pokanum). Eftir það fórum við inn á deild og fengum saltstangir að borða. Hólakot og Kátakot voru með ball inn á Kátakoti og Sólkot og Mánakot voru með ball inn í sal. Skýjaborg var með sína stund að slá köttinn úr tunninni inn á sinni deild og fóru svo yfir á hinar deildarnar og tóku þátt í frjálsum leik þar. Opið var á milli deilda og var í boði frjáls leikur á stöðvum á öllum deildum.
Margir nemendur úr Dalvíkurkóla komu og sungu fyrir okkur og voru okkar nemendur mjög spenntir fyrir því. Í hádegismat var svo píta sem rann ljúft niður. Í hólfum barnanna er svali sem er gjöf frá Sæplast. Takk fyrir okkur.
Myndir af deginum koma inn á deildarsíður eftir helgina