Foreldrafélagið gefur Kátakots nemendum sundgleraugu og sundhettur

Foreldrafélagið gefur Kátakots nemendum sundgleraugu og sundhettur

Sú hefð hefur verið að foreldrafélagið gefur nemendum Kátakots sundgleraugu og sundhettur en þau byrja í sundkennslu núna að vori og svo aftur að hausti þegar þau byrja á Hólakoti Við þökkum foreldrafélaginu fyrir flott framtak
Lesa fréttina Foreldrafélagið gefur Kátakots nemendum sundgleraugu og sundhettur
Gleðilega páska !

Gleðilega páska !

Kæru foreldar/forráðamenn Starfsfólk Krílakots sendir öllum kærar páskakveðjur og óskum ykkur afslöppunar og gleði yfir páskahátíðina. Sjáumst endurnærð þriðjudaginn 19. apríl.  Njótið samverunnar Kærleiks kveðja Starfsfólk Krílakots
Lesa fréttina Gleðilega páska !
Frá Krílakoti

Frá Krílakoti

Þau börn sem eru með umsóknir um leikskólavist veturinn 2022-2023 í dag 29. mars og eru fædd 2021 og fyrr fá öll pláss á leikskólann haustið 2022 Bráðlega verður sendur tölvupóstur til forráðamanna með frekari upplýsingum þær umsóknir sem berast eftir 29. mars fara á biðlista og verður tekið inn a…
Lesa fréttina Frá Krílakoti
Öskudagurinn 2022

Öskudagurinn 2022

Öskudagurinn gekk alveg frábærlega vel og gaman að sjá hvað nemendur mættu í fjölbreyttum búningum í ár. Hólakot og Kátakot  byrjuðu í salnum kl. 8:45 og svo fóru Sólkot og Mánakot um kl 9:30 þar sem kötturinn var sleginn úr tunnunni (bangsarnir voru slegnir út pokanum). Eftir það fórum við inn á de…
Lesa fréttina Öskudagurinn 2022
Hólakot og Kötlukot bjóða til Listasýningar

Hólakot og Kötlukot bjóða til Listasýningar

Nemendur á elsta leikskólastigi Dalvíkurbyggðar bjóða fjölskyldum sínum, vinum, vandamönnum og öllum íbúum Dalvíkurbyggðar á opnun listasýningar sinnar í Menningarhúsinu Bergi. Opnunin er laugardaginn 26. Febrúar kl. 14.00- 16.00 – léttar veitingar í boði. Öll verkin verða til sölu á litlar 2.000.- …
Lesa fréttina Hólakot og Kötlukot bjóða til Listasýningar
112 dagurinn í Krílakoti

112 dagurinn í Krílakoti

Neyðarlínan heldur merkjum 112 á lofti þann 11.febrúar ár hvert, af því dagsetningin 11.2. minnir okkur á neyðarnúmer allra landsmanna, 112. Það er mikilvægt að minna á þetta númer - af því þetta er eina númerið sem landsmenn þurfa að þekkja í neyð Í dag héldum við upp á 1-1-2 daginn 11 febrúar. Vi…
Lesa fréttina 112 dagurinn í Krílakoti
Dagur leikskólans 6. febrúar 2022

Dagur leikskólans 6. febrúar 2022

Í tilefni dags leikskólans héldum við í Krílakoti daginn hátíðlegan föstudaginn 4. febrúar. Settar voru upp stöðvar inn á deildum og fengu nemendur að leiks sér á milli deilda um morguninn. Nemendur fengu svo skúffuköku í ávaxtastundinni ásamt ávöxtum og svo þegar allir voru komnir út var flaggað í …
Lesa fréttina Dagur leikskólans 6. febrúar 2022
Jólasveinavísur Hólakotsnemenda

Jólasveinavísur Hólakotsnemenda

Hefð hefur verið fyrir að elsti árgangur fari með jólasveinavísurnar á jólaballinu, Dalbæ og á litlu jólunum á yngsta stigi í Dalvíkurskóla. Ákveðið var í ár að taka upp vísurnar svo að foreldrar og heimilisfólk á Dalbæ gætu notið. Einnig tókum við upp tvö lög sem þið getið horft á. Njótið vel …
Lesa fréttina Jólasveinavísur Hólakotsnemenda
Jólasveinn í heimsókn

Jólasveinn í heimsókn

Fimmtudaginn 16. desember kíkti hann Kertasníkir í heimsókn til okkar og færði nemendum gjafir. Mikil gleði var hjá nemendum með þessa heimsókn og fóru allir glaðir heim með sinn pakka.
Lesa fréttina Jólasveinn í heimsókn
Afmæli Lubba

Afmæli Lubba

Degi íslenskrar tungu 2021 var fagnað í leikskólanum á ýmsan hátt en það sem stóð uppúr að mati nemenda var afmæli Lubba. Lubbi okkar varð 12 ára og í tilefni dagsins var haldið upp á afmælið hans með söngsal og svo fór Lubbu út og flaggaði íslenska fánanum. VIð óskum Lubba til hamingju með daginn o…
Lesa fréttina Afmæli Lubba
Heimabyggðin okkar Dalvíkurbyggð

Heimabyggðin okkar Dalvíkurbyggð

Þetta verkefni var unnið af elsta árgangi í Krílakoti (Hólakot) og 1. bekk í Dalvíkurskóla. Nemendur unnu tvö og tvö saman og fengu að velja sér byggingar í Dalvíkurbyggð til að teikna mynd af. Gaman að sjá hvernig þau sjá byggðina okkar, mjög litríka og fjölbreytta. Nemendur á Hólakoti settu svo ve…
Lesa fréttina Heimabyggðin okkar Dalvíkurbyggð
Bleikur dagur

Bleikur dagur

Bleiki dagurinn er haldinn hátíðlegur í dag föstudaginn 15. október. Í dag hvetjum við alla til að sýna stuðning við þá sem greinast með krabbamein og aðstandendur þeirra með því að klæðast bleiku og hafa bleikt í fyrirrúmi. Við munum að sjálfsögðu taka þátt í þessum degi hér á Krílakoti og í tilef…
Lesa fréttina Bleikur dagur