Vorleikar

Vorleikar

Vorleikar Krílakots fóru fram föstudagsmorguninn 10. maí í kirkjubrekkunni. Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri setti leikana og 5. bekkur Dalvíkurskóla tók þátt í skipulagningu og aðstoðaði börnin við þáttöku í þrautum og leikjum sem var búið að setja upp. Veðrið minnti okkur á að íslenska vorið er óútreiknanlegt og það var ansi skemmtilegt að halda vorleika í snjókomu og nístingskulda. Þetta er ansi kómískt því vorleikarnir áttu að leysa vetrarleikana af en þeim frestuðum við vegna snjóleysis. Börnin skemmtu sér konunglega og sérstaklega að fá að leika við 5. bekk.