Vorleikar

Vorleikar

Komið Sæl

Þar sem vetrarleikarnir duttu upp fyrir var ákveðið að skella á smá vorleikum í lok opinnar viku þann 23. maí. Við fengum leyfi til að loka götunni fyrir ofan Krílakot og útbjuggu þær Emmi og Lilja Rós þessa fínu hjólabraut með umferðarskiltum og öllu tilheyrandi. Börn og kennarar frá Kátakoti og Krílakoti sameinuðust á lóð Krílakots og sungu nokkur lög og að því loknu var hjólað af stað, bæði stórir sem smáir. Vinabekkur okkar, 5. bekkur, heimsótti okkur og aðstoðaði börnin við að hjóla og læra umferðarreglurnar. Við þökkum þeim aðstoðina, þau stóðu sig stórkostlega vel. Þegar á leið kom Júlli Bald með slökkvibílinn og fengu börnin að skoða hvað bíllinn hefur að geyma auk þess sem Júlli setti sírenuna reglulega í gang. Eftir rúma klukkutíma skemmtun fóru allir til síns heima og börnin í Krílakoti fóru sæl og glöð inn og borðuðu gómsætar pizzur sem þær Halldóra og Magga útbjuggu af sinni hjartans list.

Dagurinn var mjög svo ánægjulegur og þökkum við öllum sem heimsóttu okkur kærlega fyrir komuna.

 

 

Kveðja frá öllum í Krílakoti.