Vel heppnaður námskeiðsdagur!

Vel heppnaður námskeiðsdagur!

 

Síðastliðinn mánudag var skólinn lokaður vegna námskeiðsdags. Michelle Sonia Horne leikskólakennari úr Hafnarfirði kom hingað norður og var fyrir hádegi með námskeiðið Hvað er þetta? Hvað viltu að þetta sé? Góður rómur var gerður af námskeiðinu sem reyndi talsvert á að kennarar væru opnir og skapandi, jafnt í myndlist, tónlist og dansi. Eftir hádegi fjallaði Dagbjört um starfsaðferð sem kennd er við Reggio Emilia og á uppruna sinn að rekja til borgar á norður Ítalíu sem kallast sama nafni. Fyrir þá sem áhuga hafa er leikskólinn Stekkjarás í Hafnarfirði, dæmi um skóla sem starfar eftir þeirri sýn. Dagbjört fjallaði einnig um námsaðferð sem kallast Könnunaraðferð eða Poject Approach. Það er margt líkt með þessum tveimur starfsaðferðum, t.d. er mikið lagt upp úr sköpun, rannsóknum og eigin hugmyndum og áhuga nemenda. Dæmi um skóla sem vinnur m.a. með Könnunaraðferðina er Álfasteinn í Hafnarfirði. Að lokum fjallaði Þura um tónlist og stærðfræði í leikskólastarfi. Hún rifjaði einnig upp hvernig unnið hefur verið með tónlist hér í leikskólanum í gegnum árið, en tónlistarstarfið hefur einmitt verið einkennandi fyrir skólann. Starfsmannahópurinn gerði síðan ýmis verkefni þar sem tónlist og stærðfræði voru tengd á verklegan hátt.

Dagurinn var í heild mjög lærdómsríkur og síðast en ekki síst skemmtilegur, en það er einmitt svo mikilvægt fyrir nemendur okkar að kennar þeirra hafi gaman af því að vinna hér í leikskólanum. Gleðin smitar frá sér og hefur áhrif á allt okkar starf :o). Hérna er hægt að sjá myndir frá þessum skemmtilega degi.