Á föstudaginn fóru börnin á Hólakoti í útskriftarferð til Siglufjarðar. Við lögðum af stað frá Olís rétt fyrir kl. 9 um morguninn og lentum á Siglufirði um kl. 9:30. Það var heldur hráslagalegt veður á Siglufirði en börnin voru sem betur fer flest vel búin svo þetta slapp allt fyrir horn. Ávaxtastundin var haldin við Olís á Sigló og eftir það gengum við öll saman að leikskólanum Leikskálum þar sem við fengum að leika okkur úti í rúman klukkutíma. Eftir það var stefnt á Torgið þar sem dýrindis pizzuhlaðborð beið okkar og voru allir magar vel mettir eftir það. Síldarminjasafnið var næst á dagskrá þar sem hún Steinunn sýndi okkur bátana og leyfði öllum að koma niður í lúkarið þar sem allir komu sér vel fyrir í kojunum og hún las fyrir okkur skemmtilega sögu um hann Sigga sem var uppi á síldarárunum og lenti í hinum ýmsu ævintýrum. Eftir það fengu börnin að ganga "laus" um safnið og skoða og fannst þeim þetta hið mesta ævintýri. Síðan var haldið í Aðalbakaríið þar sem búið var að taka til fyrir okkur ávaxtasafa og brauðmeti en þar sem börnin voru svo snögg að borða höfðum við smá aukatíma áður en strætó fór heim kl. 15 svo börnunum fengu óvæntan glaðning... börnunum var boðið upp á ís í Olís fyrir heimferð við mikinn fögnuð! Við komum svo til Dalvíkur um 15:30 þar sem nokkrir foreldrar biðu okkar en það voru þung sporin upp í Krílakot frá Olís eftir langan og skemmtilegan dag. Takk fyrir daginn frábæru börn!