Í síðustu viku útskrifuðust hér hjá okkur í Krílakoti 20 dásamlegir nemendur. Útskriftin fór fram í hátíðarsal Dalvíkurskóla. Foreldrar gestir og nemendur mættu öll glöð og prúðbúin. Nemendur sungu fyrir gesti og sýnd var myndasýning frá útskriftarferðinni. Nemendur fengu svo afhent útskriftarskjal, umsögn og eina rauða rós. Í lokin var í boði dýrindis veitingar frá foreldrum.
Innilegar hamingjuóskir kæru fjölskyldur