Umhverfissáttmálinn í Krílakoti

Umhverfissáttmálinn í Krílakoti

Í dag fór ég, Drífa, inn á Skakkaland og Hólakot og ræddi við börnin um umhverfissáttmála skólans. Við hengdum hann síðan upp til að minna okkur á að fara eftir honum, að hugsa vel um náttúru og umhverfi. Við ræddum hve mikilvægt væri að hugsa um blómin og tréin á lóðinni okkar og það ætti að henda rusli í ruslatunnuna en ekki á götuna. Að lokum var rætt um að maturinn okkar færi út í tunnu og svo væri farið með matinn í verksmiðju þar sem búin væri til mold og þá værum við að endurvinna. Eftir smá umhugsunun sagði ein stúlkan: Á svo að gefa öndunum það.

Já það er stundum erfitt að skilja það sem er sagt og maður hefur ekki prófað að gera sjálfur. Hann George kemur sem betur fer til okkar í sumar og ætlar að útbúa fyrir okkur moltutunnu sem er frábært því með því að framkvæma læra börnin best. Í kjölfarið mun þá endurvinnsla og moltugerð verða raunveruleg og börnin öðlast skilning á hugtakinu.

Bestu kveðjur frá Krílakoti