Hólakot og 1. bekkur Dalvíkurskóla unnu saman þemaverkefni á dögunum í tengslum við Dalvík. Við skoðuðum kort af Dalvík og myndir af helstu byggingum og stofnunum og börnin bjuggu svo til tvö kort sem hanga nú til sýnis í ráðhúsi Dalvíkur. Við hvetjum alla til að fara og skoða afraksturinn á meðan kortin hanga uppi.