Í dag fórum við í okkar árlegu skrúðgöngu í tilefni að 17. júní sem er á morgun. Við gengum af stað frá Krílakoti um 9:30, niður Hólaveginn, að Ráðhúsinu. Þar sungum við nokkur lög og gengum svo að Dalbæ þar sem við sungum aftur nokkur lög. Þetta er alltaf jafn skemmtilegt. Þökkum þeim foreldrum sem komu með okkur kærlega fyrir komuna. Gleðilegan þjóðhátíðardag!