Skólaárið hafið

Skólaárið hafið

Komið sæl

Nú er skólaárið hafið og mikið líf og fjör hér í Krílakoti. Við vorum með vígslu á nýbyggingu á vináttukeðjunni, daginn fyrir fiskidag og að því loknu var opið hús hér í Krílakoti. Það var mikill fjöldi fólks sem lagði leið sína hingað og var mikil ánægja með húsnæðið. Starfsfólkið fékk svo tvo daga til að stilla öllu upp og gera klárt fyrir komu barnanna og opnuðum við fimmtudaginn  11. ágúst. Síðan þá höfum við öll verið að aðlagast húsnæðinu og börnin að flytjast milli deilda og kynnast nýjum húsakynnum og jafnvel nýju starfsfólki. Allt gengur þetta vel og gaman að segja frá því að 10 ný börn hófu leikskólagöngu sína á Skýjaborg núna í vikunni svo allt er að fyllast hjá okkur. Við gerum eina mánaðarskrá fyrir ágúst - sama skráin fyrir allar deildar og svo verður eins og áður gerð mánaðarskrá fyrir hverja deild. Við erum að vinna í breytingum á heimasíðunni svo allt mun þetta smella og verða klárt fyrir komandi mánðarmót.

Við hvetjum þá foreldra sem ekki hafa skoðað leikskólann þ.e. allar breytingarnar á eldri hlutanum til að fá einhvern starfsmann til að rölta með sér um bygginguna og sjá.

Hér er mánaðarskrá fyrir ágúst

með kveðjur frá öllum í Krílakoti