Skemmtilegir aðventuviðburðir í Krílakoti.

Skemmtilegir aðventuviðburðir í Krílakoti.

Jólaandinn svífur yfir Krílakoti þessa dagana. Við reynum að njóta aðventunnar í rólegheitunum en gerum okkur glaðan dag inn á milli með skemmtilegum uppákomum og viðburðum. Í síðustu viku var kátt á hjalla en börnin á yngstu deildunum hittust í salnum með foreldrum sínum og gæddu sér á ljúffengum ávöxtum í boði foreldrafélagsins. Hjónin Kristjana og Kristján komu og sungu og spiluðu fyrir okkur jólalög og svo var dansað í kringum jólatréð. Börnin á Mánakoti og Kátakoti buðu foreldrum sínum að koma og föndra með þeim og buðu upp á piparkökur og jólastemmningu.