Matseðill, skipulagsdagur og nýárskveðja

Matseðill, skipulagsdagur og nýárskveðja

Um leið og ég óska börnum Krílakots og fjölskyldum þeirra gleðilegs nýs árs vil ég benda á að búið er að uppfæra matseðilinn og byrjar nýr matseðill með nýju ári. Og rúllar matseðillinn á sex vikna fresti.

Ég minni einnig á að mánudaginn 3. janúar er lokað hér í leikskólanum vegna skipulags- og námskeiðsdags. Fyrir hádegi þennan dag munu starfsfólk leikskólanna sækja tónlistarnámskeiðið Hring eftir hring sem er liður í samstarfsverkefni leikskólanna og Tónlistarskóla Dalvíkurbyggðar, Tónar eiga töframál.

Bestu nýarskveðjur, Dagbjört