Líf og fjör í Krílakoti

Líf og fjör í Krílakoti

Nú er hópastarf hafið að fullum krafti. Börnin fóru í hópa með kennurum sínum og byrjuðu á að velja nafn á hópinn svo er fyrsta markmiðið að vinna með okkur sjálf og líkama okkar og svo í framhaldinu munum við horfa inná við og velta fyrir okkur þörfum okkar og tilfinningum. Ýmsar leiðir eru farnar í nafnavali en hún Arna fór þá leiðina að skipuleggja val á nafni með jafnrétti og lýðræði að leiðarljósi hjá sínum hóp. Öll börnin fengu að velja nafn sem þeim fannst við hæfi og Arna skrifaði nöfnin á litla miða. Þegar allir höfðu valið nafn fengu öll börnin að draga og var merkt við hversu oft nöfnin fengu atkvæði. Það nafn sem var dregið oftast varð fyrir valinu.

Hér má sjá nokkrar myndir frá hópastarfinu í vikunni:

Bestu kveðjur og góða helgi