Krílakot 30 ára

Krílakot 30 ára

Þann 9. september næstkomandi mun leikskólinn Krílakot á Dalvík halda upp á 30 ára afmæli skólans, en starfsemi hans hófst haustið 1980. Á afmælisdaginn verður efnt til ,,leikveislu“ og börnum frá Kátakoti og 5. bekk Dalvíkurskóla, sem er vinabekkur leikskólanna, auk fjölskyldna barnanna á Krílakoti verður boðið að koma og eiga góða og skemmtilega morgunstund saman. Í garðinum verða settar upp leikstöðvar, m.a. verður settur upp pappakassaleikur, tjaldbúðir og þrautabraut. Fulltrúar úr foreldrafélagi Krílakots sjá um veitingar.

Krílakot er 3 deilda leikskóli með börnum frá 1 til 3 ára. Í starfinu er áhersla lögð á að veita börnum umhyggju, hlýju, örvun og hvatningu í umhverfi sem þeim líður vel í og þar sem þau finna fyrir öryggi. Einkunnarorð skólans eru: gleði, sköpun og þor.