Sú hefð hefur myndast að foreldrafélagið gefi næstelstu börnum leikskólans (Kátakot) sundgleraugu og sundhettur. Þetta hefur verið gert í nokkur ár og er hugsað fyrir komandi sundkennslu barnanna. Núna í vor byrja þau í sundkennslu hjá Helenu í tvö skipti hvert barn og svo fara þau aftur i haust og fara þá frá leikskólanum í litlum hópum. Endilega merkið þetta vel því margir eiga eins og leiðinlegt ef þetta glatast. Við þökkum foreldrafélaginu (öllum foreldrum og forráðamönnum Krílakotsbarna) kærlega fyrir veglega gjöf.