Í dag 15. febrúar varð Karitas Lind 3. ára. Hún bjó sér til kórónu og fór út og flaggaði íslenska fánanum. Í ávaxtastundinni sungum við fyrir hana afmælissönginn og hún blés á kertin þrjú. Eftir sönginn bauð Karitas Lind öllum á Hólakoti upp á ávexti úr afmæliskörfunni, einnig var hún þjónn dagsins. Við óskum Karitas Lind og fjölskyldu innilega til hamingju með daginn frá okkur öllum á Hólakoti.