Ein af hefðum okkar er að halda jólaball í boði foreldrafélgasins en þar sem það var ekki hægt þetta árið var ákveðið að bjóða jólasveininum að koma í garðinn okkar og afhenda krökkunum jólagjafir. Við þökkum honum kærlega fyrir komuna og gjöfina sem hann færði leikskólanum en hann gaf öllum deildum spil nema skýjaborg fékk litla lest, einnig viljum við koma þakklæti til foreldrafélagsins.