Jóla hvað

Jóla hvað

Komið sælir foreldrar
Mér hafa borist fyrirspurnir um tímasetningar í desember og hér koma smá upplýsingar en dagatal fyrir desember verður sett inn mjög fljótlega ykkur til glöggvunar.

Þótt ótrúlegt megi virðast þá nálgast jólin óðfluga með öllu sem því tilheyrir. Hefð hefur verið fyrir að jólaball sé haldið í safnaðarheimilinu og foreldrum boðið að koma með. Jólaballið verður þann 15. desember og leggjum við af stað frá leikskólanum klukkan 09:30 eða um það bil og förum aftur í leikskólann klukkan 11:00.
Jólaföndur verður líka í desember og þá hafa foreldrar heimsótt okkur og sýnt hvað í þeim býr varðandi föndurgerð, konfekt og saltkeramik. Okkur hlakkar mikið til og verður gaman að fá ykkur með okkur í jólaundirbúninginn.
Annars ætlum við að hafa það notalegt hér yfir hátíðarnar og leggja áherslu á rólegheit og standa utan við það jólastress sem oft skapast í kringum jólahátíðina.


Bestu kveðjur frá Krílakoti.