Infúensa H1N1

Infúensa H1N1

Eins og mörgum er kunnugt hefur Inflúensa H1N1 borist til Dalvíkur. Hér á Krílakoti er það að frétta að einn nemandi hefur smitast, þ.e.a.s. sem vitað er um og tveir starfsmenn. Líkt og fram hefur komið hér á heimasíðunni var unnin viðbragðsáætlun í ágúst sl.. Einn liður í henni er mikil áhersla á handþvott, bæði hjá starfsfólki og nemendum og eru t.d. skýringarmyndir hjá öllum handlaugum um hvernig skuli bera sig að, einnig fyrir börnin. Að auki notar starfsfólk spritt á hendur. Aukin áhersla er á hreinsun snertifleta í ræstingu og einnig hreinsar starfsfólk helstu snertifleti daglega.

Við hvetjum foreldra til að leita sér upplýsinga á síðu landlæknis og á inflúensa.is, en þar er t.a.m. að finna bréf til foreldra. Og biðjum við foreldra að láta okkur vita ef barn þeirra veikist af H1N1.