Hólakot og Kátakot í íþróttum

Hólakot og Kátakot í íþróttum

Í síðustu viku fóru Hólakot og kátakot í síðasta íþróttatímann fyrir jólin. Tveir strákar (Siggi og Magnús Darri) úr Dalvíkurskóla komu með okkur þar sem það var góðverkadagur í skólanum. Búið var að setja allt fram og farið var í ísjakahlaup eða jakahlaup, nokkrir voru hann í einu og áttu að elta hina og reyna að ná þeim. Skemmtilegast var þegar hópurinn sem er alltaf í æfingasalnum um leið og við UFU eldra fólkið eða „gamla fólkið“ eins og þau segja. Það færðist nú mikið líf og fjör í leikinn þegar langömmur, ömmur og frænkur barnanna reyndu að ná þeim. Ég veit hreinlega ekki hvort nemendur eða UFU nemendur voru æstari.